Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 77
Síðasta ítrrœðið
segir (sposkur): „Hvað, ert þú nú orðinn prestur?“ — „Hann verður að minnsta
kosti að bíða þangað til þú ert kominn á staðinn með ljósmyndara.“
Eg tek símaskrána i flýti og fletti upp á Kunde. Þar eru fjórir skráðir með því
nafni. Eg hringi í þá eftir röð úr næsta herbergi. Eitt númerið er á tali. Það
hlýtur að vera hann. Hann er að tala við Klampf. Ég hringi á læknavaktina
undir fölsku nafni, því ef upp kemst að ég hafi „eyðilagt söguna“ verð ég ekki
mosagróinn hér.
Þegar Klampf fær loks að vita hjá nágrannakonu að kominn sé bíll frá
læknavaktinni segir hann bara: „Fjandinn hafi það!“ Viktor Löhlein, frétta-
stjórinn, sem á leið þar framhjá, bandar frá sér og segir við Klampf: „Vertu ekki
að taka þér þetta svona nærri. Ég þekki þessa náunga. Þeim er ekki treystandi,
það er alltaf sama sagan, það verður aldrei úr neinu.“
Þessi harka hjá Klampf er svosem engin sérstök undantekning. Andrúms-
loftið býður upp á slíkar aðfarir. Almenn framkoma á skrifstofunni er beinlínis á
þessum nótum. Schwindmann heyrir til dæmis um 68 ára gamla konu sem hefur
fyrirfarið sér með því að steypa sér niður af 7. hæð í háhýsi og felur Klöpfer
verkefnið með þessum orðum: „Við þangað. Þú sérð um kerlinguna sem
hoppaði."
Eða þegar sjálfsmorð dóttur Barzels vekur upp héraðaríginn og farið er að
velta vöngum yfir því hvernig megi tengja þennan atburð við Hannover. Þegar
því verður svo engan veginn við komið segir einn af yngri fréttariturunum
dapurlega: „Það var leitt að hún skyldi ekki gera þetta í Hannover."
Eða: Hai segir við Klampf: „Tveir krakkar voru að skjóta hvor á annan með
skammbyssum." Klampf: „Bravó, stórfínt, dauðir?!“ Hai: „Nei, bara illa særð-
ir.“
Jafnvel Gisela Schönberger sem er ekki nema tvítug og er sú yngsta á
ritstjórnarskrifstofunni bregst kuldalega og miskunnarlaust við þegar um
mannslíf getur verið að tefla. Annars hefur hún ekki enn tileinkað sér það
viðhorf sem hér ríkir. Henni mistekst oft að gefa sögum sínum réttan blæ, og
hún verður þá að umskrifa þær aftur og aftur og Schwindmann setur margsinnis
ofan í við hana í viðurvist allra starfsfélaganna. Einu sinni segir hún íhugandi:
„Að hugsa sér, nú er ég búin að vera hér í nákvæmlega eitt ár. Ekki hefði mig
órað fyrir því fyrir þremur árum. Þá skrifaði ég ritgerð á stúdentsprófi um
klækina og lygarnar hjá BILD, og í dag sit ég hér og er sjálf að óhreinka á mér
hendurnar með því að taka þátt í þeim.“ Hún vill komast burt héðan til að ljúka
námi. En það segja líka fleiri hér á staðnum. Ef til vill gerir það þeim starfið
bærilegra.
195