Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 108
Tímarit Máls og menmngar
1. Herforingjastjórnin er fundin sek um alvarleg, endurtekin og kerfisbundin
brot gegn mannréttindum, grundvallarréttindum manna.
2. Sérstaklega alvarleg teljast ofbeldisverk sem miða að því að útrýma sér-
stökum hópum manna vegna stjórnmálaskoðana þeirra eða gruns um
stuðning við byldngaröflin.
3. Þessi brot eru svo þaulskipulögð og svo stórfelld að þau teljast þjóðarmorð
skv. lögfræðilegri skilgreiningu þess orðs.
4. Herforingjastjórnin stundar hvers konar kerfisbundnar pyndingar og er sek
um grimmilega, ómannlega og lítillækkandi verknaði gagnvart uppreisn-
armönnum, pólitískum andstæðingum og hverjum þeim sem hún grunar
um græsku.
5. Ríkisvald E1 Salvador, hópar undir þess stjórn og hópar undir handarjaðri
þess eru sek um glæpi gegn mannkyni.
6. Fyrrnefnd verkfæri ríkisvaldsins og tengdir hópar eiga sök á hvarfi fólks,
mannránum og nauðungarflutningum án dóms og laga.
7. Með þessum aðferðum heldur herforingjastjórnin ólöglegum völdum sín-
um yfir þjóð El Salvador og hindrar að hún geti neytt réttar síns til
fullveldis og pólitískrar sjálfsákvörðunar skv. 5. og 7. grein Mannréttinda-
yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, alþjóðlegum réttarreglum og Stjórnar-
skrá lýðveldisins E1 Salvador frá 8. janúar 1962.
8. Þjóð E1 Salvador hefur þess vegna ótvíræðan, lögmætan rétt til uppreisnar,
sbr. 7. grein Stjórnarskrár E1 Salvador, 28. grein Mannréttindayfirlýsingar
Sameinuðu þjóðanna, Sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna 4. júli 1776 og
páfabréfið Popularum Progressio frá 26. mars 1967.
9. Herforingjastjórnin er fundin sek um eftirtalda glæpi gegn mannkyni:
þjóðarmorð, pyndingar, mannrán og brot gegn helgustu grundvallarrétt-
indum þjóðar E1 Salvador.
10. Þess vegna áminnti dómstóllinn öll ríki heims, skv. Alþjóðasáttmála 9.
desember 1948 um þjóðamorð og viðurlög gegn þeim, að slíta öllum
samskiptum við ráðamenn herforingjastjórnar E1 Salvador og forðast alla
hernaðar- og efnahagsaðstoð við herforingjastjórnina sem nota mætti gegn
þjóð E1 Salvador.
11. Dómstóllinn lýsti ríkisstjórn Bandaríkjanna samseka herforingjastjórn E1
Salvador í fyrrgreindum glæpum gegn mannkyni.
12. Dómstóllinn ákallaði öll ríki heims, og einkum grannríki E1 Salvador, að
fara með salvadorska flóttamenn í samræmi við grundvallarreglur alþjóð-
legra mannréttinda, og einkum sáttmála um flóttamenn frá 1951.
226