Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 108

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 108
Tímarit Máls og menmngar 1. Herforingjastjórnin er fundin sek um alvarleg, endurtekin og kerfisbundin brot gegn mannréttindum, grundvallarréttindum manna. 2. Sérstaklega alvarleg teljast ofbeldisverk sem miða að því að útrýma sér- stökum hópum manna vegna stjórnmálaskoðana þeirra eða gruns um stuðning við byldngaröflin. 3. Þessi brot eru svo þaulskipulögð og svo stórfelld að þau teljast þjóðarmorð skv. lögfræðilegri skilgreiningu þess orðs. 4. Herforingjastjórnin stundar hvers konar kerfisbundnar pyndingar og er sek um grimmilega, ómannlega og lítillækkandi verknaði gagnvart uppreisn- armönnum, pólitískum andstæðingum og hverjum þeim sem hún grunar um græsku. 5. Ríkisvald E1 Salvador, hópar undir þess stjórn og hópar undir handarjaðri þess eru sek um glæpi gegn mannkyni. 6. Fyrrnefnd verkfæri ríkisvaldsins og tengdir hópar eiga sök á hvarfi fólks, mannránum og nauðungarflutningum án dóms og laga. 7. Með þessum aðferðum heldur herforingjastjórnin ólöglegum völdum sín- um yfir þjóð El Salvador og hindrar að hún geti neytt réttar síns til fullveldis og pólitískrar sjálfsákvörðunar skv. 5. og 7. grein Mannréttinda- yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, alþjóðlegum réttarreglum og Stjórnar- skrá lýðveldisins E1 Salvador frá 8. janúar 1962. 8. Þjóð E1 Salvador hefur þess vegna ótvíræðan, lögmætan rétt til uppreisnar, sbr. 7. grein Stjórnarskrár E1 Salvador, 28. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, Sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna 4. júli 1776 og páfabréfið Popularum Progressio frá 26. mars 1967. 9. Herforingjastjórnin er fundin sek um eftirtalda glæpi gegn mannkyni: þjóðarmorð, pyndingar, mannrán og brot gegn helgustu grundvallarrétt- indum þjóðar E1 Salvador. 10. Þess vegna áminnti dómstóllinn öll ríki heims, skv. Alþjóðasáttmála 9. desember 1948 um þjóðamorð og viðurlög gegn þeim, að slíta öllum samskiptum við ráðamenn herforingjastjórnar E1 Salvador og forðast alla hernaðar- og efnahagsaðstoð við herforingjastjórnina sem nota mætti gegn þjóð E1 Salvador. 11. Dómstóllinn lýsti ríkisstjórn Bandaríkjanna samseka herforingjastjórn E1 Salvador í fyrrgreindum glæpum gegn mannkyni. 12. Dómstóllinn ákallaði öll ríki heims, og einkum grannríki E1 Salvador, að fara með salvadorska flóttamenn í samræmi við grundvallarreglur alþjóð- legra mannréttinda, og einkum sáttmála um flóttamenn frá 1951. 226
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.