Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 39
Maðurinn sem varð fyrir ðláni þó örlítið þreytt á bróður sínum, eða horfði fjarrænu augnaráði út um gluggann. Maðurinn bar á hana ótal ásakanir. Suð hans fór einhvern veginn vel við snjóinn, sem féll hægt fyrir framan gluggann, og konan lygndi aftur augunum. Þá fór maðurinn hennar að æpa og bölsótast inni í stofu. Hver andskotinn er eiginlega að? spurði hann og birtist í eldhúsinu á nærklæðunum, með annan sokkinn í höndunum. Eiginmaðurinn var í síðum, þykkum baðmullarnærfötum, og hann átti í brösum við að koma sér í ullarsokkinn. Fæst ekkert nema suð úr þessu kvikindi? spurði hann og horfði á mág sinn. Þú ert hættur að vinna og virðist vera sestur hér að. Reyndu heldur að vinna fyrir kerlingunni. Við höfum nóg af iðjuleysingjum. Að svo mæltu rak hann krakkana út og skipaði þeim að standa sig í skólanum; en hann bætti við: Mér finnst samt vera komið meira en nóg af þessu menntafólki, en samt vil ég að krakkarnir læri. Hvar lendir þessi mótsögn manns? Konan andvarpaði við gluggann: Við lifum á tvíkynja tímum. Eiginmaðurinn gleymdi að troða sér í sokkinn, þegar hann heyrði orð konunnar. Hann rauk í að fá sér kaffi og bölsótaðist út í mennta- fólk, meðan hann þambaði og horfði blóðrauðum augum á mág sinn. Eg þoli síður þjarkið í þér en suðið í bróður mínum, sagði konan. Suðið í honum vekur upp í mér andrúmsloftið heima, en þjarkið í þér minnir mig á þreytu hjónabandsins. Þá greip bróðir konunnar í borðshornin, reis umsvifalaust upp og greiddi henni þungt högg í kviðinn. Konan brosti álfalega við höggið, líkt og óljós, hálfgleymd minning löngu liðinna daga hefði hvarflað að henni andartak. Hvur djufullinn, sagði eiginmaðurinn hvumsa, án þess hann reyndi að bera hönd fyrir höfuð konunnar. Jafn skjótt sló maðurinn systur sína í andlitið. Henni svelgdist á og kaffið braust fram um nefið. Hún góndi flóttalega á bróður sinn, en mælti ekki æðruorð. Maðurinn hennar góndi einnig á mág sinn, hreyf- 157
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.