Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 39
Maðurinn sem varð fyrir ðláni
þó örlítið þreytt á bróður sínum, eða horfði fjarrænu augnaráði út um
gluggann. Maðurinn bar á hana ótal ásakanir. Suð hans fór einhvern veginn
vel við snjóinn, sem féll hægt fyrir framan gluggann, og konan lygndi aftur
augunum.
Þá fór maðurinn hennar að æpa og bölsótast inni í stofu.
Hver andskotinn er eiginlega að? spurði hann og birtist í eldhúsinu á
nærklæðunum, með annan sokkinn í höndunum.
Eiginmaðurinn var í síðum, þykkum baðmullarnærfötum, og hann
átti í brösum við að koma sér í ullarsokkinn.
Fæst ekkert nema suð úr þessu kvikindi? spurði hann og horfði á mág
sinn. Þú ert hættur að vinna og virðist vera sestur hér að. Reyndu heldur
að vinna fyrir kerlingunni. Við höfum nóg af iðjuleysingjum.
Að svo mæltu rak hann krakkana út og skipaði þeim að standa sig í
skólanum; en hann bætti við:
Mér finnst samt vera komið meira en nóg af þessu menntafólki, en
samt vil ég að krakkarnir læri. Hvar lendir þessi mótsögn manns?
Konan andvarpaði við gluggann:
Við lifum á tvíkynja tímum.
Eiginmaðurinn gleymdi að troða sér í sokkinn, þegar hann heyrði
orð konunnar. Hann rauk í að fá sér kaffi og bölsótaðist út í mennta-
fólk, meðan hann þambaði og horfði blóðrauðum augum á mág
sinn.
Eg þoli síður þjarkið í þér en suðið í bróður mínum, sagði konan.
Suðið í honum vekur upp í mér andrúmsloftið heima, en þjarkið í þér
minnir mig á þreytu hjónabandsins.
Þá greip bróðir konunnar í borðshornin, reis umsvifalaust upp og
greiddi henni þungt högg í kviðinn. Konan brosti álfalega við höggið,
líkt og óljós, hálfgleymd minning löngu liðinna daga hefði hvarflað að
henni andartak.
Hvur djufullinn, sagði eiginmaðurinn hvumsa, án þess hann reyndi að
bera hönd fyrir höfuð konunnar.
Jafn skjótt sló maðurinn systur sína í andlitið. Henni svelgdist á og
kaffið braust fram um nefið. Hún góndi flóttalega á bróður sinn, en
mælti ekki æðruorð. Maðurinn hennar góndi einnig á mág sinn, hreyf-
157