Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 58
Tínuirit /VUí/s og meillliilgitr
svör við öllum spurningum og vera þess megnug að vinna fyrir hönd þeirra að
lausn samfélagslegra vandamála. í þessu liggur styrkur blaða eins og Bild, og sú
hætta sem af þeim stafar. Gagnrýnið fólk í Sambandslýðveldinu hefur auðvitað
beint sínum sjónum sérstaklega að Bild, vegna yfirburða þess á markaðnum.
Fyrr eða síðar hlaut að koma að því að Ugluspegill þýskra vinstrimanna,
Gúnter Wallraff, sækti Springer heim. Gúnter er yngri maður en Böll,
óflokksbundinn sósíalisti, og vel þekktur um alla Evrópu vegna pólitískra
prakkarastrika sinna. Á sjöunda áratugnum var hann byrjaður að sýna þann
veruleik sem lá á bak við þýska „efnahagsundrið", verksmiðjuþrældóminn í
helstu fyrirtækjum Þýskalands. Það yrði alltof langt mál að rekja allt það sem
Wallraff héfur tekið sér fyrir hendur, en hann hefur alls staðar starfað sem
sannur rannsóknarblaðamaður (starf sem íslenskum blaðamönnum er hægara
um að tala en í að komast). 1972 tók hann saman nokkrar „Sögur á móti Bild“,
þar sem hann rakti dæmi um veruleikafölsun Bild, líkt og hann gerði síðar í
Vitni áka randans.
Þann 8. mars 1977 kom snaggaralegur, hvasseygur og stuttklipptur maður til
starfa á Bild-ritstjórninni í Hannover. Hann kvaðst koma úr auglýsingabrans-
anum og vera einstaklega hrifinn af Bild-stilnum, enda blaðið vel heppnað
sölumennskubragð. Ritstjórnarfulltrúanum leist þessi maður, Hans Esser
(rímar við Messer, hnífur), efnilegur og réð hann umsvifalaust. Hér var kominn
Gúnter Wallraff, sérstaklega til að kynna sér hvers kyns fólk ynni fyrir Springer,
og hvernig vinnuaðstæður þess væru. Hann segir sjálfur að auðvitað hefði hann
getað gert sér mynd af slíkum blaðamanni, rétt eins og Böll í bók sinni, „en hver
tekur mann trúanlegan?“ (Uppslátturinn s. 12). Wallraff vann þarna í tæpa 5
mánuði, hætti þegar hann hafði ástæðu til að ætla að senn kæmist upp um
hann, og bókina um reynslu sína birti hann sama haust.
Ef það er eitthvað sem Bild, þessu mikla málgagni hinnar opinskáu blaða-
mennsku, er illa við, er það opinber umræða um eigin starfshætti. Og það er
ekki nema von. Allt kerfið á ritstjórninni er úthugsað. Flestir blaðamenn eru
lausráðnir (freelance) og keppa innbyrðis um að verða fastráðnir. Það þýðir að
þeir vinna myrkranna á milli í þeirri von að fá inni í blaðinu, og öllu skiptir að
það sé dálítið „fútt“ í fréttum þeirra. Ef vel tekst til kemst fréttin alla leið í
sambandsútgáfuna, og það styrkir auðvitað samkeppnisstöðuna til muna. Rit-
stjórnarfulltrúinn Schwindmann er einvaldurinn sem ræður örlögum sinna
starfsmanna. Hann er ekki nema miðlungsblaðamaður sjálfur, en ber óbrigðult
skyn á hvað sé góð Bild-frétt, eða hvað geti orðið það eftir að hann hefur sjálfur
skáldað ögn inn í handritið.
176