Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 89
Það er menning . . .
rifa þær upp úr sínu gamla umhverfi og taka frá þeim megnið af hinum
fornu kvennastörfum sem höfðu gengið í arf frá móður til dóttur um árþús-
undir. Ollum fannst sjálfsagt að þær myndu una sér mætavel í framleiðslu-
greinum iðnaðarsamfélagsins, þrátt fyrir það að þær hefðu ekki komið nálægt
skipulagningu þess né hefðu hið minnsta með stjórnun þess að gera. Konur
mótmæltu ekki heldur. Engar nema Elin Wágner og Ellen Key, báðar sænskir
rithöfundar og baráttukonur fyrir kosningarétti kvenna og kvenfrelsi. Þær
höfðu þá sögulegu yfirsýn sem þurfti til að skilja hversu takmörkuð kvenrétt-
indabaráttan var og markmiðin, jafnrétti á við karla, allsendis ófullnægjandi
fyrir konur. Þetta eru margar konur farnar að skilja og víða snýst kvennabaráttan
nú um annað og meira en kröfuna um jafnrétti á við karla eða frelsi til að verða
eins og karlar. Nei, við viljum frelsi til að vera konur og við viljum að konur
öðlist aftur sína náttúrlegu og eðlilegu kvenvitund. Það er lífsnauðsyn eigi
mannkyni að auðnast að gera sér nýja heimsmynd, sem aftur er skilyrði þess að
hægt sé að snúa við, eða a. m. k. að doka við, á þeirri vegferð sem karlar lögðu
upp í fyrir 500 árum. Þeir hafa fyrir löngu tapað áttum á þessu ferðalagi sínu og
vita ekkert hvert stefnir. Samt þeytast þeir áfram á síauknum hraða. Við konur
verðum að reyna að koma fyrir þá vitinu. Það væri strax í áttina að þeir dokuðu
aðeins við og hugsuðu.
Hvaða vit er t. d. í því að berjast fyrir efnislegum gæðum eingöngu þegar
mesti vandinn er ekki peningaskortur? Stórborgamenningin er komin í kreppu
sem ekki verður leyst með meiri neyslu. Þessi kreppa lýsir sér m. a. í óskaplegum
fjölda andlegra, líkamlegra og félagslegra sjúklinga. Sjúkrastofnanirnar eru að
verða mestu báknin í landinu og hafa þó engan veginn undan. Það er skiljanlegt,
fólk helduráfram að sýkjast meðan lífsskilyrðin í stórborgunum haldast óbreytt.
Við höfum líkama en ekkert rými fýrir hann. Þessi líkami er gerður fyrir áreynslu
og hreyfingu en hann fær hvorugt. Það sem fólki stendur til boða eru íþróttir.
Heilu þjóðirnar eru sendar út að skokka. Við verðum að endurheimta okkar
eigin líkama því að hann er tæki til menningarþróunar. Andlega lifið og
félagslífið þrífst ekki heldur í nútíma menningu þar sem aðaláherslan er lögð á
vitsmunalífið en tilfinningalífið vanrækt. Ég varð skelfingu lostin þegar ég
uppgötvaði að vitsmunaþjálfun mín var á góðri leið með að eyðileggja mig sem
manneskju. Það hafði hlaupið ofvöxtur í heilann, ef svo má segja, en hjartað
skrapp saman. Bilið milli vitsmuna- og tilfinningalifs jókst stöðugt. Ég átti í
engum erfiðleikum með að tala fræðilega langtímum saman, en lifsskynjun
min, tilfinningin fyrir blæbrigðum lifsins i kringum mig og hæfileikinn til að
takast á við lífið, fór þverrandi. Það var óhugnanlegt. Og enn eitt. Hvernig
207