Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 89
Það er menning . . . rifa þær upp úr sínu gamla umhverfi og taka frá þeim megnið af hinum fornu kvennastörfum sem höfðu gengið í arf frá móður til dóttur um árþús- undir. Ollum fannst sjálfsagt að þær myndu una sér mætavel í framleiðslu- greinum iðnaðarsamfélagsins, þrátt fyrir það að þær hefðu ekki komið nálægt skipulagningu þess né hefðu hið minnsta með stjórnun þess að gera. Konur mótmæltu ekki heldur. Engar nema Elin Wágner og Ellen Key, báðar sænskir rithöfundar og baráttukonur fyrir kosningarétti kvenna og kvenfrelsi. Þær höfðu þá sögulegu yfirsýn sem þurfti til að skilja hversu takmörkuð kvenrétt- indabaráttan var og markmiðin, jafnrétti á við karla, allsendis ófullnægjandi fyrir konur. Þetta eru margar konur farnar að skilja og víða snýst kvennabaráttan nú um annað og meira en kröfuna um jafnrétti á við karla eða frelsi til að verða eins og karlar. Nei, við viljum frelsi til að vera konur og við viljum að konur öðlist aftur sína náttúrlegu og eðlilegu kvenvitund. Það er lífsnauðsyn eigi mannkyni að auðnast að gera sér nýja heimsmynd, sem aftur er skilyrði þess að hægt sé að snúa við, eða a. m. k. að doka við, á þeirri vegferð sem karlar lögðu upp í fyrir 500 árum. Þeir hafa fyrir löngu tapað áttum á þessu ferðalagi sínu og vita ekkert hvert stefnir. Samt þeytast þeir áfram á síauknum hraða. Við konur verðum að reyna að koma fyrir þá vitinu. Það væri strax í áttina að þeir dokuðu aðeins við og hugsuðu. Hvaða vit er t. d. í því að berjast fyrir efnislegum gæðum eingöngu þegar mesti vandinn er ekki peningaskortur? Stórborgamenningin er komin í kreppu sem ekki verður leyst með meiri neyslu. Þessi kreppa lýsir sér m. a. í óskaplegum fjölda andlegra, líkamlegra og félagslegra sjúklinga. Sjúkrastofnanirnar eru að verða mestu báknin í landinu og hafa þó engan veginn undan. Það er skiljanlegt, fólk helduráfram að sýkjast meðan lífsskilyrðin í stórborgunum haldast óbreytt. Við höfum líkama en ekkert rými fýrir hann. Þessi líkami er gerður fyrir áreynslu og hreyfingu en hann fær hvorugt. Það sem fólki stendur til boða eru íþróttir. Heilu þjóðirnar eru sendar út að skokka. Við verðum að endurheimta okkar eigin líkama því að hann er tæki til menningarþróunar. Andlega lifið og félagslífið þrífst ekki heldur í nútíma menningu þar sem aðaláherslan er lögð á vitsmunalífið en tilfinningalífið vanrækt. Ég varð skelfingu lostin þegar ég uppgötvaði að vitsmunaþjálfun mín var á góðri leið með að eyðileggja mig sem manneskju. Það hafði hlaupið ofvöxtur í heilann, ef svo má segja, en hjartað skrapp saman. Bilið milli vitsmuna- og tilfinningalifs jókst stöðugt. Ég átti í engum erfiðleikum með að tala fræðilega langtímum saman, en lifsskynjun min, tilfinningin fyrir blæbrigðum lifsins i kringum mig og hæfileikinn til að takast á við lífið, fór þverrandi. Það var óhugnanlegt. Og enn eitt. Hvernig 207
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.