Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 10
Tímarit Máls og menningar
getur verið styrkur í baráttunni fyrir rótgróinni menningu hinna smærri
þjóða, sem nú á í vök að verjast gegn innrás alþjóðlegra fjölmiðla.
Nú má hver og einn lá mér þó mér sé dimmt fyrir sjónum þegar ég
litast um í heiminum í dag. Jörðin stynur undan verkum barna sinna,
hinna voldugu og fámennu drottna auðmagns og þegna. Mengunin, einn
mesti bölvaldur vorra tíma, færist í aukana án afláts. Skógum er eytt, hin
söng og sögufrægu fljót sem fyr runnu blá og silfurtær til sjávar orðin að
mórauðum skolpræsum þar sem ekkert kvikt getur þrifizt, voldug út-
höfin þakin olíu, menguð eiturefnum, og hvað um lofthjúp jarðar,
hvernig er ástatt um hann? Jörð, haf og himinn, allt er eyðingu undir-
orpið, svo löngu er mál að linni. Og ótalin er skelfmgin mesta,
eyðingin algera, sem vofað getur yfir, en sem ég ætla ekki að fara orðum
um, get reyndar ekki hugsað til enda.
Er þá ekkert til bjargar, ríkir vonleysið eitt um framtíð lífs og jarðar?
Nei, svo getur ekki verið, vissulega ölum vér með oss von um fegri heim
og betri, án vonar ekkert líf. Og þó oss virðist einatt hin hvítu öfl
tilvemnnar, fegurð og góðvild, lítilsmegnug í baráttunni við hin myrku
öfl, illsku og græðgi, getur svo farið á einhvern hátt og þrátt fyrir allt, að
öfl ljóss og lífs beri sigur af hólmi. Því fögnum vér öllu sem glætt getur
og styrkt þá von í brjóstum vorum. Og það verði síðustu orð þessa
örstutta ávarps, ósk mín og bæn, að hið fagra og góða, sem er eitt og hið
sama, megi lýsa oss leiðina fram.
128