Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 99
Þjóðarmorð í El Salvador
stjórninni, ennfremur fulltrúa úr forustusveit Kristilegra demókrata sem
eiga aðild að herforingjastjórninni.
3. Fyrrverandi ráðherrar herforingjastjórnarinnar og fyrrverandi starfsmenn
Stofnunar til umbóta í landbúnaði í E1 Salvador.
Þrjá annasama daga frá morgni til kvölds báru fjöldi manna vitni fyrir
dómstólnum um ástandið í E1 Salvador: verkamenn í sveitum og borgum,
prestar (kaþólskir og mótmælendur), nunnur, kennarar, háskólaprófessorar,
lögmenn, dómarar, blaðamenn, fyrrverandi ráðherrar herforingjastjórnarinnar,
fyrrverandi stjórnarráðsstarfsmenn. Viðstaddir voru fulltrúar blaða, sjónvarps og
útvarps alls staðar að úr heiminum, en athygli vakti fjarvist bandarískra frétta-
manna. Auk almennings sem fyllti áheyrendabekki voru viðstaddir leiðtogar
framfara- og lýðræðissinnaðra fylkinga í Rómönsku Ameríku, evrópskir leið-
togar og þingmenn, trúarleiðtogar úr ýmsum löndum, fulltrúar Alkirkjuráðsins
og annarra samtaka og stofnana.
Fastadómstóll pjóðanna
Á fjórða degi komu dómararnir saman á lokuðum fundi til að ræða niðurstöður
afvitnaleiðslum undangenginna daga. Vegna þeirra sem þekkja lítið eða ekki til
dómstólsins er rétt að rekja sögu hans og stöðu í örstuttu máli. Dómstóll til
frelsunar þjóða var stofnaður í Bologna á Ítalíu 1979 „í því skyni að rannsaka
alvarleg og kerfisbundin brot á réttindum manna, hvort sem þau eru framin á
vegum ríkisvalds, annarra yfirvalda ellegar einkahópa eða stofnana, og enn-
fremur, ef þess er óskað, að draga upphafsmenn þessara brota til ábyrgðar skv.
fordæmi Nurnbergréttarhaldanna“, að „stuðla að alþjóðlegri og virkri viður-
kenningu fyrir grundvallarréttindum manna með því að úrskurða hvort brotið
hefur verið gegn þeim, rannsaka tildrög og orsakir slíkra lagabrota og sýna fyrir
almenningsáliti heimsins þá menn sem bera ábyrgð á slíku ofbeldi.“
Dómstóllinn hefur ekkert vald til að beita refsingum. Jean-Paul Sartre
orðaði þetta einu sinni þannig: „Vald dómstólsins er í því fólgið að hann hefur
ekkert vald annað en eigið siðferðilegt áhrifavald.“ Þessi dómstóll er beinn
arftaki Bertrand Russell-dómstólsins og er helgaður því að Mannréttindayfir-
lýsing Sameinuðu þjóðanna sé hvarvetna í heiðri höfð. Dómstóllinn fjallar um
mál sem ofsóttir aðilar kæra til hans. Hann fellir úrskurð sinn á grundvelli
vitnisburðar ákærenda, hinna ákærðu og annarra sem hlut eiga að máli. I máli E1
Salvador voru eftirtaldir 11 meðlimir dómstólsins settir í dómarasæti: George
217