Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 43
Maðurinn sem varð fyrir óláni Dag einn var honum tilkynnt, að hann hefði hlotið náðun. Hann hlustaði þegjandi á tilkynninguna. Honum brá þegar ljósmyndin breytt- ist skyndilega í konuna, morguninn þegar þau höfðu farið í rúmið, áður en hann lamdi systur sína til óbóta. Maðurinn kvaddi samfanga sína á vinnuhælinu, einkennilega þakklátur. Hann fór með fyrsta áætlunarbíl til Reykjavíkur og ráfaði lengi kringum húsið, sem hafði eitt sinn verið heimili hans. Annað hvort hefur hún gifst aftur eða eignast vin og gleymt mér, hugsaði maðurinn og þótti einkennilegt í fyrsta sinn, að konan hefði aldrei heimsótt hann eftir hina misheppnuðu heimsókn. Að síðustu barði maðurinn að dyrum. Konan opnaði dyrnar. Maður- inn horfði á hana. Hún þekkti hann auðsæilega og hló einkennilega gegnum nefið. Komdu inn, sagði konan. Konan bar manninum mat og hann borðaði, eins og hann hefði aldrei dvalið í fangelsi og á vinnuhæli, heldur kæmi hann óvenju seint úr vinnu. Sama þögnin ríkti. Síðan settust þau inn í stofu í sófann. Konan kveikti á sjónvarpinu en tók talið af. Þá hóf hún máls og sagði, en hafði ekki augun af sjónvarpinu: Það væri lygi ef ég segði, að ég hefði beðið þín. Maðurinn virti konuna fyrir sér. Árin höfðu einnig hellst yfir hana. Hún var orðin hrukkótt og grá í andliti, ekkert lík myndinni sem hann hafði varðveitt í huganum. Maðurinn bar saman andlit konunnar og myndina, sem blasti nú við honum á borðinu, óhreyfð og óbreytt á sínum stað, í brúnum ramma. Segðu ekkert, bað konan. Mig langar að tala. Maðurinn sagði ekkert. í rauninni var hann mállaus af undrun, og vonbrigðin lögðust einkennilega á augun. Ég hef verið þér trú, meðan þú dvaldir i fangelsinu, sagði konan. Um leið og þú hlaust langvarandi dóm ákvað líkami minn að hann skyldi vera þér trúr. Maðurinn kyngdi munnvatninu og honum leið óþægilega, vegna þess að konan ætlaði eflaust að hella yfir hann játningum. En ég hef hatað þig í huganum, hélt konan áfram. Ég hef formælt og 161
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.