Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 43
Maðurinn sem varð fyrir óláni
Dag einn var honum tilkynnt, að hann hefði hlotið náðun. Hann
hlustaði þegjandi á tilkynninguna. Honum brá þegar ljósmyndin breytt-
ist skyndilega í konuna, morguninn þegar þau höfðu farið í rúmið, áður
en hann lamdi systur sína til óbóta. Maðurinn kvaddi samfanga sína á
vinnuhælinu, einkennilega þakklátur. Hann fór með fyrsta áætlunarbíl til
Reykjavíkur og ráfaði lengi kringum húsið, sem hafði eitt sinn verið
heimili hans.
Annað hvort hefur hún gifst aftur eða eignast vin og gleymt mér,
hugsaði maðurinn og þótti einkennilegt í fyrsta sinn, að konan hefði
aldrei heimsótt hann eftir hina misheppnuðu heimsókn.
Að síðustu barði maðurinn að dyrum. Konan opnaði dyrnar. Maður-
inn horfði á hana. Hún þekkti hann auðsæilega og hló einkennilega
gegnum nefið.
Komdu inn, sagði konan.
Konan bar manninum mat og hann borðaði, eins og hann hefði aldrei
dvalið í fangelsi og á vinnuhæli, heldur kæmi hann óvenju seint úr vinnu.
Sama þögnin ríkti. Síðan settust þau inn í stofu í sófann. Konan kveikti á
sjónvarpinu en tók talið af. Þá hóf hún máls og sagði, en hafði ekki augun
af sjónvarpinu:
Það væri lygi ef ég segði, að ég hefði beðið þín.
Maðurinn virti konuna fyrir sér. Árin höfðu einnig hellst yfir hana.
Hún var orðin hrukkótt og grá í andliti, ekkert lík myndinni sem hann
hafði varðveitt í huganum. Maðurinn bar saman andlit konunnar og
myndina, sem blasti nú við honum á borðinu, óhreyfð og óbreytt á sínum
stað, í brúnum ramma.
Segðu ekkert, bað konan. Mig langar að tala.
Maðurinn sagði ekkert. í rauninni var hann mállaus af undrun, og
vonbrigðin lögðust einkennilega á augun.
Ég hef verið þér trú, meðan þú dvaldir i fangelsinu, sagði konan. Um
leið og þú hlaust langvarandi dóm ákvað líkami minn að hann skyldi vera
þér trúr.
Maðurinn kyngdi munnvatninu og honum leið óþægilega, vegna þess
að konan ætlaði eflaust að hella yfir hann játningum.
En ég hef hatað þig í huganum, hélt konan áfram. Ég hef formælt og
161