Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 93
Lát Róm íTíber bráðna
veizlur og hergöngur, ráðsfundir og stórorustur, höf, sandar, stræti í Róm,
landslag og skrauthýsi, hávaði og tónlist.
Veröld Shakespeares er söguleg; ekki aðeins að hún sé meira og minna trú
staðreyndum og tímamörkum; veraldarsagan í Antoni og Kleópötru er þar ekki
einungis sem efniviður í leikatburði. Nöfn hershöfðingja og staðaheid eru sótt í
rit Plútarks. En með hliðsjón af veröld Shakespeares er veröld Plútarks flöt.
Plútark skipar hetjum og sögu hlið við hlið. í veröld Shakespeares er það
veraldarsagan sjálf, sem er harmleikur. Sesar hafði gert útaf við Pompejus;
Brútus hafði myrt Sesar; Anton hafði tortímt Brútusi. Þrír menn hafa skipt
heiminum á milli sín: Anton, Oktavíus — sem hefur tekið sér nafn Sesars — og
Lepídus. Gegn þeim hefur risið Sextus Pompejus, sonur Pompejusar hins mikla.
Anton sendir menn með skipun um að Pompejus skuli myrtur. Sesar yngri
hefur hneppt Lepídus í fangelsi og orðið ráðbani hans. Aðeins tveir eru eftir:
Nú átt þú, heimur, aðeins kjálka tvo,
og kastar í þá öllu þinu fóðri;
þeir bryðja samt hvor annan. (HI,5)
Þetta er Shakespeare. Veröldin er margslungin og sundurleit; en veröldin er lítil.
Of lítil handa þrem herrum. Meira að segja of lítil handa tveim. Annar hvor,
Anton eða Sesar, verður að deyja. Anton og Kleópatra er harmleikur um smæð
veraldar. Þar kemur Plútark hvergi nærri. Heimur Plútarks er ekki svið harm-
leiks. Hershöfðingjar og drottnarar eru góðir eða vondir, vitrir eða heimskir,
hyggnir eða brjálaðir. Anton var brjálaður, og hann beið ósigur. Sesar yngri var
hygginn, og hann sigraði. Veraldarsagan er stundum grimm, því drottnarar eru
stundum grimmir. En skipan veraldar er rökvís; mannkostir og skynsemd hafa
sigur um síðir. Heimurinn er mikill staður, þegar að er gáð.
I Antoniog Kleópötru er heimurinn lítill. Hann virðist miklu minni en heimur
Plútarks. Hann er þröngur, allt virðist innan seilingar. Sendimaður segir:
Þitt boð er gengið fram; á stundar fresti,
göfugi Sesar, færðu fregn af málum
erlendis. (1,4)
Þessa setningu er ekki heldur að finna hjá Plútark. Shakespeare nægði ekki að
lesa Ævir mcetra Grikkja og Rómverja í samtíma þýðingu Norths. Hann leit
heiminn í ljósi síðrenisanskrar reynslu. I Antoni og Kleópótru gengur sólin enn
umhverfis jörðina, en jörðin er þegar orðin að örlitlum smáhnetti, sem er týndur
og einskis verður í alheimi.
211