Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Blaðsíða 116
Tímarit Máls og menningar
kvæmari", gerir manninn stöðugt að meiri þolanda kapítalískrar framleiðslu-
þekkingar, sem vex í sífellu og verður æ djöfullegri. Aukning almenns skóla-
náms er fyrst og fremst aðlögun að framrás kapítalismans — mótsagnakennd
aðlögun m. a. vegna þess að auðmagnið vill spara sem mest útgjöld til þessarar
nauðsynlegu forsendu auðmagnsupphleðslunnar.
Taki menn þróun vinnunnar i auðvaldssamfélagi sem sjálfgefnum hlut virð-
ist það vinnuaflinu í hag að það sé búið sem best undir þátttöku í vinnunni. Að
mínu mati einkennir þessi blinda skólamálaumræðu íslenskra sósíalista.
Aðlögun að breyttum aðstæðum á vinnumarkaði og í öðrum lífsskilyrðum
verkafólks er túlkuð sem umbætur því til handa.
Ég er ekki að mælast til þess að sósíalistar berjist gegn því að vinnuaflið sé
búið vel undir það að selja sig á vinnumarkaðnum. Hins vegar ættum við ekki
að horfa fram hjá því að sá undirbúningur er um leið aðlögun að þörfum
auðmagns, öðrum þræði undirokun undir kúgun þess. Sósíalískir skólamenn
hljóta síðan að spyrja sig þeirrar spurningar hvernig skólastarfið geti orðið
annað og meira en aðlögun, hvernig það geti orðið undirbúningur verðandi
verkalýðs að því að takast á við auðmagnið.
Við skulum horfa að sinni fram hjá þvi að íslenskir sósíalistar hafa talið
ýmislegt til eflingar á stöðu verkalýðs sem i raun er aðlögun að auðmagnsþörf-
um. Þess í stað vil ég gera athugasemdir við þann „sósíalisma“ sem miðar að þvi
að gera skólana að aðsetri uppeldis og menntunar, sem býr nemendur sína betur
í stakk til að standast auðmagninu snúning.
1. í slíkri stefnu er ríkisvaldinu ætlað að hrinda framsækinni verkalýðssinn-
aðri skólastefnu í framkvæmd, og lýsir það blindu á hlutverk og möguleika
ríkisvalds í auðvaldssamfélagi. Þótt ríkisvaldið hafi heill þegnanna að yfirlýstu
markmiði sínu getur það ekki sprengt þann þrönga ramma sem auðmagns-
framleiðslan setur slíkri viðleitni. Hversu vel sem skólakerfið býr nemendur
undir lífið getur það aldrei orðið annað en aðlögun að hlutskipti launavinn-
unnar. Ríkisvaldið er bæði undir pólitísku eftirliti og verður að miða starf sitt
við „almennt viðurkennd samfélagsleg markmið“. Það er þvi undarlegt að
islenskir sósíalistar skulu hafa stutt aukna miðstýringu skólakerfisins, þar sem
möguleikar til andófsstarfsemi eru að jafnaði betri ef svigrúm kennara og
nemenda er meira.
2. Ég tel það slæman sósíalisma að ætla að ala fólk upp til sósialisma. Eðli
uppeldis er aðlögun, og sósíalísk vitund sprettur upp af andófi og átökum við
auðmagnið og ríkisvald þess, þ. á m. andófi gegn uppeldi.
Það er einmitt einkenni auðvaldssamfélags að fólk aflar sér ekki reynslu með
234