Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 58

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 58
Tínuirit /VUí/s og meillliilgitr svör við öllum spurningum og vera þess megnug að vinna fyrir hönd þeirra að lausn samfélagslegra vandamála. í þessu liggur styrkur blaða eins og Bild, og sú hætta sem af þeim stafar. Gagnrýnið fólk í Sambandslýðveldinu hefur auðvitað beint sínum sjónum sérstaklega að Bild, vegna yfirburða þess á markaðnum. Fyrr eða síðar hlaut að koma að því að Ugluspegill þýskra vinstrimanna, Gúnter Wallraff, sækti Springer heim. Gúnter er yngri maður en Böll, óflokksbundinn sósíalisti, og vel þekktur um alla Evrópu vegna pólitískra prakkarastrika sinna. Á sjöunda áratugnum var hann byrjaður að sýna þann veruleik sem lá á bak við þýska „efnahagsundrið", verksmiðjuþrældóminn í helstu fyrirtækjum Þýskalands. Það yrði alltof langt mál að rekja allt það sem Wallraff héfur tekið sér fyrir hendur, en hann hefur alls staðar starfað sem sannur rannsóknarblaðamaður (starf sem íslenskum blaðamönnum er hægara um að tala en í að komast). 1972 tók hann saman nokkrar „Sögur á móti Bild“, þar sem hann rakti dæmi um veruleikafölsun Bild, líkt og hann gerði síðar í Vitni áka randans. Þann 8. mars 1977 kom snaggaralegur, hvasseygur og stuttklipptur maður til starfa á Bild-ritstjórninni í Hannover. Hann kvaðst koma úr auglýsingabrans- anum og vera einstaklega hrifinn af Bild-stilnum, enda blaðið vel heppnað sölumennskubragð. Ritstjórnarfulltrúanum leist þessi maður, Hans Esser (rímar við Messer, hnífur), efnilegur og réð hann umsvifalaust. Hér var kominn Gúnter Wallraff, sérstaklega til að kynna sér hvers kyns fólk ynni fyrir Springer, og hvernig vinnuaðstæður þess væru. Hann segir sjálfur að auðvitað hefði hann getað gert sér mynd af slíkum blaðamanni, rétt eins og Böll í bók sinni, „en hver tekur mann trúanlegan?“ (Uppslátturinn s. 12). Wallraff vann þarna í tæpa 5 mánuði, hætti þegar hann hafði ástæðu til að ætla að senn kæmist upp um hann, og bókina um reynslu sína birti hann sama haust. Ef það er eitthvað sem Bild, þessu mikla málgagni hinnar opinskáu blaða- mennsku, er illa við, er það opinber umræða um eigin starfshætti. Og það er ekki nema von. Allt kerfið á ritstjórninni er úthugsað. Flestir blaðamenn eru lausráðnir (freelance) og keppa innbyrðis um að verða fastráðnir. Það þýðir að þeir vinna myrkranna á milli í þeirri von að fá inni í blaðinu, og öllu skiptir að það sé dálítið „fútt“ í fréttum þeirra. Ef vel tekst til kemst fréttin alla leið í sambandsútgáfuna, og það styrkir auðvitað samkeppnisstöðuna til muna. Rit- stjórnarfulltrúinn Schwindmann er einvaldurinn sem ræður örlögum sinna starfsmanna. Hann er ekki nema miðlungsblaðamaður sjálfur, en ber óbrigðult skyn á hvað sé góð Bild-frétt, eða hvað geti orðið það eftir að hann hefur sjálfur skáldað ögn inn í handritið. 176
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.