Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 74
G'únter Wallraff Síðasta úrræðið Á hverjum degi leitar nauðstatt fólk til BILD. Þegar því finnst að yfirvöldin, vinir eða fjölskylda hafi brugðist sér leitar það til dagblaðsins ,,síns“ sem síðasta úrræðis. Einmana, örvinglaðir, lífsþreyttir sjálfsmorðingjar. Hjá BILD vænta þeir sér hjálpar og skilnings á vandamálum sínum og að þau verði gerð opinber. BILD elur á þessum vonum með dálki sem ber heitið „BILD kemur til hjálpar“. Það er vettvangur til að veita mönnum útrás, kvartanapóst- kassi, og um leið ókeypis upplýsingasjóður þar sem unnt er að vinsa úr frum- legustu tilfellin sem síðan eru nýtt til hins ýtrasta. Það sem ekki er nýtilegt er sent áfram. Þegar lesendur hringja með kvartanir sínar og ritstjórinn kemst að raun um að ekki sé um neitt „söguefni“ að ræða vísar hann þeim til Hamborgar. „Þetta heyrir ekki undir okkur. Þér verðið að skrifa um það til sérútgáfunnar í Hamborg, ,BILD hjálpar‘.“ Þangað koma daglega hátt á annað hundrað hjálparbeiðnir. Auðveldasta leiðin er sem sé sú að vísa beiðnunum þangað. Ritstjórarnir og aðstoðarmennirnir eiga það þó oft til að auðsýna þeim ráðvilltu nokkurn skilning. En svo kemur stundum fyrir að hlutverkunum er snúið við. Þeir sem hringja til að gefa raunum sinum útrás hjá BILD eru notaðir sem ruslatunnur fyrir innibyrgða grimmd og hrottaskap ritstjóranna. Ég hef margsinnis orðið vitni að því hvernig fólk í mikilli neyð leitaði ráða og fékk ekki annað en háðsyrði og svívirðingar í stað hjálpar og huggunar. Heribert Klampf sessunautur minn (tæplega þrítugur) svarar símahringingu manns sem hefur tilkynnt að hann ætli að fyrirfara sér vegna þess að vinkona hans sem er talsvert yngri en hann hefur farið frá honum. Meðan hann er að tala við þennan „tilvonandi sjálfsmorðingja“ hefur hann hjá sér á skrifborðinu mynd af manninum ásamt stúlkunni hans meðan allt lék í lyndi. Ekki veit ég hvernig hann hefur náð i þessa mynd. Klampf, sem hætti í miðju laganámi og hefur góð sambönd innan lögreglunnar, er meistari í að verða sér úti um myndir. Ef um er að ræða að útvega mynd af einhverjum sem er nýlátinn, myrtum manni eða barni sem hefur orðið kynferðisglæpamanni að bráð, getur Klampf séð fyrir því. Hann ekur heim til aðstandenda, tautar eitthvað um að hann sé „að koma frá lögreglunni“, og það eina sem þau skilja er orðið „lögregla“, eða hann nær sama 192
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.