Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 12
Tímarit Máls og menningar
Sígild verk á leiksviði
Ekki er alltaf auðvelt að þekkja mun á lífi og dauða þegar um annað en
lifandi verur er að ræða. Læknir getur úrskurðað hvenær lífsneistinn
hverfur og ekki er annað eftir en einskisnýt hrúga beina og vefja, en það er
erfiðara að segja hvenær slíkur neisti hverfur úr formi eða hugmynd. Við
skulum líta á ákveðið dæmi. Frakkar nota tvær steindauðar aðferðir til að
leika hina sígildu harmleiki sína. Önnur er hefðbundin, hún krefst há-
tíðlegrar og sönglandi framsagnar, sérstakrar framgöngu og tiginmannlegs
yfirbragðs. Hin aðferðin er kákkennd stæling á þeirri fyrrnefndu. Hún var
fundin upp af yngri kynslóð leikara sem gat ekki sætt sig við forneskju-
legan leikmáta og reyndi að skapa stíl í nánari tengslum við veruleikann.
Leikarinn vill flytja ljóðlínurnar á eðlilegri hátt og láta þær hljóma eins og
daglegt tal. En formfesta textans leyfir ekki slíka meðferð og á endanum
verður leikarinn að sætta sig við málamiðlun sem skortir hressilegan blæ
talmálsins og hátíðleika leikhefðarinnar. Utkoman verður að sjálfsögðu
máttvana flutningur sem fær menn til að minnast gamla leikstílsins með
söknuði. Og raddir taka að heyrast um að leika eigi harmleikinn á ný „eins
og hann er skrifaður“. Þetta er í sjálfu sér ekki ósanngjörn krafa, en því
miður veitir orðið á blaðinu okkur engar upplýsingar um hvernig það var
eitt sinn gætt lífi. Við eigum hvorki myndsegulbönd né hljóðupptökur
heldur aðeins sérfræðinga sem hafa ekkert frá fyrstu hendi heldur. Sá
veruleiki sem fæddi af sér harmleikinn er löngu horfinn; eftir eru aðeins
nokkrar eftirlíkingar í gervi hefðbundinna leikara sem halda áfram að leika
eins og þeir gömlu gerðu. Þeir sækja ekki fyrirmyndir sínar til raunveru-
leikans heldur tilbúins veruleika; þegar slíkur leikari myndar t. d. hljóð
rifjar hann upp hvernig lærifaðir hans fór að — sem aftur tók sömu hljóð
eftir sínum læriföður.
Eg var eitt sinn viðstaddur æfingu í franska þjóðleikhúsinu, Comédie
Fran^aise, og horfði á ungan leikara sem líkti í einu og öllu eftir málrómi og
látæði aldraðs leikara sem lék hlutverkið fyrir framan hann. Það má ekki
jafna dauðum eftirhermum af þessu tagi við jafn merkilega leikhefð og má
til dæmis finna í Nóleikhúsinu japanska þar sem faðirinn kennir syni sínum
grundvallaratriði formsins. I því tilviki er það merking sem er flutt á milli
kynslóðanna — merking heyrir aldrei til dauðri fortíð því að henni má
ævinlega finna stað í lífsreynslu hvers einstaklings.
Þegar við snúum okkur að Shakespeare kveður hið sama við: „Leikið
það sem skrifað stendur!" En hvað stendur skrifað? Tákn á blaði. Við
höfum á hraðbergi fjölmörg orð til að lýsa klassískum verkum, orð sem
ekki búa yfir neinni raunverulegri merkingu. Og ef við reynum að búa til
378