Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 13

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 13
Dauða leikhúsið leikhús út frá hugtökum eins og harmrænn“, „rómantískur", „upphafinn“ og „ástríðuþrunginn" getum við verið viss um að hlaupa beint í fangið á hinu dauða leikhúsi, því leikhúsi sem lýgur að fólki að rykfallnir safngripir séu lifandi sannindi. Eitt sinn þegar ég var að halda fyrirlestur um þessi efni fékk ég tækifæri til að sanna skoðun mína með dálítilli tilraun. Meðal áheyrenda var kona nokkur sem hafði hvorki lesið né séð Lé konung eftir Shakespeare. Ég fékk henni fyrstu ræðu Góneríl og bað hana að flytja þessa ræðu eins og hún kæmi henni fyrir sjónir. Hún las hana á einfaldan hátt og orðin fylltust merkingu og töfrum. Síðan sagði ég henni að ræðan væri lögð í munn harðbrjósta konu og bað hana um að koma til skila hræsninni í hverju orði. Hún reyndi það og áheyrendur gátu sjálfir séð þá óeðlilegu áreynslu sem leikarinn verður að beita gagnvart látlausri hrynjandi orðanna, ætli hann sér að leika samkvæmt skilgreiningu: „Yður herra, elska ég meir en orð fá túlkað, heitar en augu mín, sjálft lífsloftið og frelsið, framyfir allt sem meta má til gildis, já umfram líf mitt, heilsu, fegurð, heiður, af hug sem faðir bestan veit hjá barni, ást sem mun gera að engu töluð orð. Mín elska er hafin yfir sérhvert mat.“ (Þýð. Helga Hálfdanarsonar) Menn geta prófað sjálfir, látið tunguna gæla við orðin. Sú sem talar hefur hlotið góða menntun, er vön að tjá sig í margmenni, tiginmannleg í fasi; yfirveguð framganga er henni í blóð borin. Það sem hún segir ber ekki vott um aðra eðliseiginleika en siðfágun og þokka. Samt er algengt að leikkonur láti skína í bragðvísi og grimmd þegar þær fara með þessar línur og er vandséð að annað valdi en fyrirfram ákveðnar skoðanir á siðferðislegum viðhorfum Shakespeares. Sé Góneríl hins vegar ekki gerð að „ófreskju“ í þessu fyrsta atriði og ekki lagður annar skilningur í orðin en sá sem blasir við augum breytist ýmislegt síðar í leikritinu og þá er ekki víst að skepnuskapur hennar né píslarvætti Lés verði jafn barnalegt og einfalt og oft er raunin. Vissulega sýna gerðir Góneríl síðar í leiknum að hún á fyllilega skilið að vera kölluð ófreskja — en hún birtist þá sem raunveruleg ófreskja, margslungin og áhrifamikil. Væri leikhúsið lifandi myndum við byrja æfingarnar dag hvern með því að endurskoða og láta reyna á það sem við uppgötvuðum daginn áður. Við 379
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.