Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 14
Tímarit Mdls og menningar værum sífellt reiðubúin að viðurkenna að okkur hefði ekki tekist að festa hönd á anda verksins. Dauða leikhúsið fer hins vegar með sígild verk eins og einhver hafi skilgreint hvernig hægt sé að túlka þau í eitt skipti fyrir öll. Við erum nú komin að hinni gömlu og góðu spurningu um það sem við nefnum stíl. Sérhvert verk hefur sinn stíl, sérhvert tímabil hefur einnig sinn stíl; þetta liggur í hlutarins eðli. En um leið og við reynum að ná tangar- haldi á þessum stíl erum við komin á villigötur. Mér er minnisstæð heim- sókn kínversku óperunnar frá Formósu til Lundúna skömmu eftir að hin raunverulega Pekingópera hafði komið þangað. Pekingóperan var enn í tengslum við uppruna sinn og vakti á hverju kvöldi hin fornu form til nýs lífs; leikflokkur Formósumanna, sem fylgdi svipuðu mynstri, studdist hins vegar einungis við minningu um hefðina, ýkti sjónarspilið, hirti ekki um smáatriðin, lét boðskapinn lönd og leið — með þeim afleiðingum að ekkert fæddist að nýju. Jafnvel þótt formið væri sérkennilegt og framandi varð ekki villst á lífi og dauða. Gamla Pekingóperan er dæmi um leikhús sem skiptir ekki um form frá kynslóð til kynslóðar. Fyrir fáeinum árum sýndist manni formfesta hennar slík að ekkert myndi geta haggað henni um aldir alda. Nú er þetta merki- lega minnismerki horfinna tíma liðið undir lok. Þrátt fyrir þrótt sinn og listræn gæði fékk það ekki staðist í þjóðfélagi rauðu varðliðanna; þar var bilið milli þess og veruleika samfélagsins of breitt. I stað keisara og aðalsmanna eru komnir jarðeigendur og hermenn á svið þessara listamanna sem beita nú snilld sinni og ótrúlegum líkamsburðum til að lýsa allt öðrum efniviði.1 Vesturlandabúinn getur auðvitað úthellt menningarlegum tárum yfir slíkri svívirðu og vissulega er harmsefni að jafn merkilegri arfleifð skuli hafa verið eytt. samt sem áður finnst mér þessi ruddalega meðferð kínverja á einu mesta þjóðarstolti sínu vera í samræmi við eitt af grundvallarlögmál- um leiklistarinnar, lögmál sjálfstortímingarinnar — því að leiklistin tortím- ir sjálfri sér, eyðist um leið og hún verður til. I atvinnuleikhúsi kemur nýtt fólk saman á hverju kvöldi og leiksviðið talar til þess á tungumáli athafnar- innar. Form sýningarinnar er ákveðið svo að hægt sé að endurtaka hana eins nákvæmlega og frekast er unnt. En um leið og allt er komið í fastar skorður er eins og eitthvað ósýnilegt taki að deyja. I Listaleikhúsinu í Moskvu og Habimaleikhúsinu í Tel Aviv hafa sýning- ar verið látnar ganga í fjörutíu ár eða lengur. Eg hef séð fræga sýningu 1. Þegar Peter Brook skrifar þessi orð fyrir rúmum áratug höfðu valdhafar menningarbyltingarinnar bannfært hina fornu óperu. Nú eru breyttir tímar í Kína og Pekingóperan stendur á ný í fullum blóma. Eins og Brook segir sjálfur í lok bókarinnar getur leiklistin alltaf byrjað upp á nýtt! Þýb. 380
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.