Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 17
Dauða leikhúsið einhvern evrópskan stíl í von um að list þeirra verði glæsilegri fyrir vikið. Samt ættu bandaríkjamenn ekki að þurfa að sækja sér fyrirmyndir til Evrópu því að þeir hafa allt sem þarf til að skapa hrífandi og sjálfstæða leiklist: hugrekki, styrk, glaðlyndi, peninga og getu til að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir. I New York er að finna fólk sem gæti hæglega orðið með bestu áhorfendum í heimi — en því miður fer þetta fólk afar sjaldan í leikhús vegna þess að því finnst miðaverðið vera of hátt. Það er þessu fólki kannski ekki ofviða, en sýningar leikhúsanna hafa of oft valdið því vonbrigðum. Hvergi á jarðríki er veldi gagnrýnendanna meira en í New York og það ekki að ófyrirsynju. Þetta veldi byggist á því að áhorfend- urnir, sem vilja treysta því að leikhúsin selji þeim ósvikna vöru hafa gert fáeina brigðula og mistæka menn að óskeikulum dómurum. Þannig neyðir fjárhagsleg nauðsyn áhorfendurna til að grípa til sama ráðs og listamennirn- ir: kjósa sér verndarvætti til að standa vörð um hagsmuni sína. Og á meðan halda þeir sem búa yfir mestri fróðleiksfýsn, gáfum og andlegu sjálfstæði sig fjarri. Dauða leikhúsið lokast inni í vítahring og heldur áfram að grafa sína eigin gröf án þess að nokkur fái að gert. Áhorfandinn Við getum einnig horft á málið frá annarri hlið. Ef það er rétt að góðir áhorfendur séu forsenda góðs leikhúss má segja að allir áhorfendur fái það leikhús sem þeir eiga skilið. En óvirkur áhorfandi á ekki auðvelt með að sjá í hverju ábyrgð hans er fólgin. Hvernig birtist hún í reynd? Ekki viljum við að fólk fari í leikhús af tómri skyldurækni. Og þegar inn í leikhúsið er komið getur það ekki tekið sér tak til að verða „betri“ áhorfendur en það er. Þannig má segja að áhorfendur geti í rauninni ekkert gert. Þó er allt undir áhorfandanum komið. Þegar Konunglega Shakespeare-leikhúsið fór í leikför um Evrópu með Lé konung tók sýningin stöðugum framförum og varð hvergi betri en á milli Búdapest og Moskvu. Það var hrífandi að fylgjast með þeim áhrifum sem áhorfendur á þessum slóðum höfðu á leikarana. Þetta fólk kunni litla sem enga ensku, en það bjó yfir þremur kostum: það unni leikritinu, þráði að komast í kynni við útlendinga og hafði umfram allt hlotið þá lífsreynslu sem gerði því fært að skilja sársaukafullan boðskap verksins. Það fylgdist með leiknum í djúpri og einbeittri þögn sem leikararnir skynjuðu líkt og skæru ljósi væri beint á minnstu athafnir þeirra. Erfiðustu og torræðustu kaflar verksins öðluðust um leið nýja og dýpri merkingu í höndum þeirra og þeir sneru frá Austur-Evrópu til Bandaríkjanna, þangað sem förinni var síðan heitið, fullir hrifningar og atorku, vissir um að geta látið enskumæl- andi áhorfendur njóta góðs af reynslu sinni. Eg varð að fara til Englands frá 383
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.