Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 19

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 19
Dauða leikhúsið og kraftur leiksins minnkaði þegar efnið og áhorfendurnir hættu að koma leikurunum á óvart og fæða af sér spennandi uppgötvanir. Eg reyndi eitt sinn að sýna nokkrum háskólanemum þau áhrif sem athygli áhorfenda hefur á frammistöðu leikarans. Ég bað um sjálfboðaliða og fékk honum pappírsörk með ræðu úr Rannsókninni, leikriti Peters Weiss sem fjallar um fangabúðirnar í Auschwitz. A meðan maðurinn las ræðuna í hljóði flissuðu áheyrendurnir eins og fólk gerir gjarnan þegar einhver úr þess hópi er í þann veginn að gera sjálfan sig að fífli. En það sem maðurinn las hafði svo sterk áhrif á hann að hann veitti viðbrögðum fólksins enga eftirtekt og fór ekki hjá sér. Þvert á móti hafði alvara hans og einbeiting þau áhrif á áheyrendur að þeir þögnuðu fljótlega. Síðan bað ég hann að lesa ræðuna upphátt. Um leið og fyrstu orðin hljómuðu skynjuðu áheyrendur ógnþrunginn boðskap þeirra. Kennslustofan hvarf, einnig sjálfur lesandinn; nakinn vitnisburðurinn frá Auschwitz ríkti einn og sameinaði hugi okkar allra. Við hlýddum í dauðaþögn á lesturinn sem var hafinn yfir gagnrýni; hann var hvorki þokkafullur né þokkalaus, hvorki snjall né klaufalegur; hann var fullkominn því að flytjandinn hafði gleymt sjálfum sér og hugsaði um það eitt að boðskapurinn kæmist til skila. Hann skynjaði að áheyrendurnir vildu heyra, hann vildi sjálfur láta þá heyra; annað þurfti ekki til að myndirnar af hryllingi fangabúðanna gæddu rödd hans ósjálfrátt og fyrirhafnarlaust þeim styrk og þeirri hæð sem við átti. Að þessu loknu bað ég um annan sjálfboðaliða og fékk honum ræðuna úr Hinriki fimmta eftir Shakespeare, þar sem eru taldir upp þeir hermenn úr liði Breta og Frakka sem féllu í orustunni við Agincourt. Lesturinn var jafn slæmur og hjá aumasta fúskara. Um leið og hann sá bindi með nafni Shakespeares á kilinum skutust upp í huga hans ákveðnar viðteknar hug- myndir um hvernig œtti að flytja Shakespeare. Falskur hátíðleiki afskræmdi röddina, orðin komu skrykkjótt með einkennilegum áherslum, tilgerðar- lega og þvingað, á meðan áheyrendurnir iðuðu í skinninu eftir að þulunni lyki. Þegar lesturinn var á enda spurði ég fólkið hvers vegna það gæti ekki hlustað af sömu alvöru á ræðuna um mannfallið við Agincourt og lýsing- arnar á hörmungunum í Auschwitz. Ut frá því spunnust ákafar umræður. ,,Það er svo langt síðan orustan var háð við Agincourt." „Það er líka langt síðan eyðingarbúðirnar voru í Auschwitz." „Ekki nema fimmtán ár.“ „Hversu langur tími þarf þá að líða til þess að lík verði sögulegt?" „Hvað þarf mörg ár til að gera morð rómantísk?" Þegar við höfðum rætt málið nokkra stund lagði ég til að við gerðum enn aðra tilraun. Ég bað sama mann að flytja aftur ræðuna úr Hinriki fimmta en hafa stutta þögn á eftir hverju nafni. Aheyrendurna bað ég um að nota þagnirnar til að tengja saman það sem þeim þætti Agincourt eiga sameigin- TMM II 385
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.