Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 28
Tímarit Máls og menningar siðferðislegum eða pólitískum boðskap. Það breytir engu þó að þessi boð- skapur sé bæði góður og göfugur, ef ekki er talað á tungu leiksviðsins falla orð höfundarins í ófrjóa jörð. Nútíma höfundar virðast stundum ímynda sér að þeir geti notað „hefðbundin“ form til að ná eyrum áhorfenda. Slíkt var e. t. v. hægt á meðan eitthvert líf leyndist í þessum hefðbundnu formum. Nú hafa þau ekkert gildi lengur og við þær aðstæður ber hverjum höfundi, hvort sem hann hefur áhuga á leikhúsi sem slíku eða ekki, að spyrja sjálfan sig hvert sé innsta eðli dramatískrar tjáningar. I þessu atriði mætir vandi höfundarins þeim erfiðleikum sem leikstjórinn á við að etja. Leikstjórinn I hvert skipti sem ég heyri leikstjóra setja á hátíðlegar tölur um nauðsyn þess að vera trúr höfundinum, að láta leikritið sjálft tala, fyllist ég tortryggni; það er ekkert erfiðara en slíkur trúnaður. Ef á að láta leikritið eitt tala getur vel farið svo að ekkert hljóð heyrist frá því. Maður verður að kalla hljóðið fram. Til þess þarf að grípa til margra bragða og útkoman getur orðið afskaplega einföld í sniðum. Samt er varasamt að stefna beinlín- is að slíkum einfaldleika því að þá gætu menn reynt að stytta sér þá erfiðu leið sem liggur til einfaldrar niðurstöðu. Það er einkennilegt starf sem leikstjórinn hefur með höndum. Hann biður ekki um að vera almáttugur, en samt er ætlast til þess af honum. Hann vill fá að gera mistök, en samt er eins og meðal leikaranna sé ósjálfrátt í gangi samsæri um að fá honum æðsta úrskurðarvaldið í hendur; þeir þurfa nefnilega svo sárlega á slíkum hæstarétti að halda. I vissum skilningi villir leikstjórinn alltaf svolítið á sér heimildir, verður leiðsögu- maður í náttmyrkri um landssvæði sem hann þekkir ekki sjálfur. En hann á ekki um annað að velja en taka þessa leiðsögu að sér og kynnast leiðinni um leið og hann fer hana í fyrsta skipti. Sá leikstjóri sem gerir sér ekki grein fyrir þessari stöðu sinni og vonar hið besta þegar ástæða er til að óttast hið versta, hafnar oftar en ekki í dauðu leikhúsi. Endurtekningin er eitt af megineinkennum dauðs leikhúss; dauði leik- stjórinn notast við gamlar forskriftir, gamlar aðferðir, gamla brandara, gömul áhrifabrögð, hefðbundin upphöf á atriðum, hefðbundin lok á þeim. Hið sama á við um samstarfsmenn hans leikmyndahönnuðinn og tón- skáldið ef þeir byrja ekki upp á nýtt í hvert einasta skipti og spyrja eins og börn: hvers vegna í ósköpunum búninga, hvers vegna tónlist? I hvaða tilgangi gerum við þetta? Dauður leikstjóri er sá sem ögrar ekki starfs- deildum leikhússins til nýrra viðbragða. Menn hafa viðurkennt í að minnsta kosti hálfa öld að leikhúsið sé ein heild og að allir frumþættir þess verði að ná sambandi sín á milli. Þessi sýn 394
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.