Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 44
Tímarit Máls og menningar stöðu sinni í heiminum og þessvegna er það svo reiðubúið að taka við öllu sem að því er rétt (. . .) Hugmyndir barna um hlutina samsvara ekki endi- lega raunveruleikanum sjálfum. Reynsluleysi barnsins leiðir oft til furðu- legra ímyndana sem okkur virðast frumlegar og hrífandi í senn. Þetta gleður fullorðna mjög. Þeir gera sér óspart far um að viðhalda þessum ruglingi, sem er í upphafi engan veginn óskynsamlegur, með því að troða huga barnsins fullan af ævintýrum. Meðan barnið er enn að mestu laust við byrðar þekkingar og áunninna siðvenja og fært um að láta ímyndunaraflið leika lausum hala, þá telja fullorðnir sér skylt að örva hið barnslega ímyndunarafl með sögum sem eru þess eðlis að þær veita barninu vitneskju um allskyns fyrirbæri sem ekki eru í neinu minnsta samræmi við raunveru- leikann. Sérhver skírskotun til hins félagslega veruleika er að dómi fullorðinna viðurstyggilegt raunsæi, en raunsæi er í augum fullorðinna andstæða þess sem þeir kalla ímyndunarafl. Jafnskjótt og vísindin hafa leitt í ljós að viðtekinn skilningur okkar á ákveðnu fyrirbæri er fáránlegur, troðum við þessum skilningi uppá börnin. Póstvagninn sem menn eru löngu hættir að nota er afkáralegt farartæki í augum fullorðinna á okkar tímum. Engu að síður höldum við áfram að segja börnunum frá honum í ævintýrum sem einhverskonar galdratæki, endaþótt við vitum að börnunum þykir á sama hátt og okkur sjálfum miklu meira í bílinn spunnið." Með hliðsjón af þessum orðum Brauners er ástæða til að vekja enn athygli á því hve margt er skylt með áhangendum rómantísku stefnunnar og forsvarsmönnum borgaralegs barnaleikhúss. Hvorir tveggja líta svo á að barnið sé einskonar náttúruvera sem kosta verði kapps um að varðveita sem allra lengst í svokallaðri upprunalegri mynd. Þetta viðhorf felur hins- vegar í sér átök tveggja, að því er virðist, ósættanlegra andstæðna. I einn stað á það að vera forsenda frjálsrar og hamingjuríkrar umgengni við nátt- úruna að barnið sé frjálst undan óttanum við örlaga- og eyðingarmátt óræðra náttúruafla. I annan stað á barnið að höndla hamingjuna í veröld sem er reyndar ógnað, en þó jafnframt vernduð af fullorðnum. Það sem vekur söknuði blandna hrifningu hjá fullorðnum, þegar um er að ræða leikrit í ætt við Krukkuborg, Vatnsberana og Kóngsdótturina sem kunni ekki að tala, reynist m. ö. o. vera nokkuð sem þeir hafa áður þröngvað uppá börnin í laumi til að fá staðfestingu sinna eigin ófullnægðu og sviknu bernskulangana á leiksviðinu, — ekki einu sinni þeirra langana sem þeir höfðu í raun og veru, heldur í þeirri mynd sem þeir hafa búið sér til af þessum löngunum eftirá. Það sem á að vera í fullu samræmi við barnseðlið reynist vera hugarburð- ur höfundanna sjálfra, sem sífellt reyna árangurslaust að afhjúpa leyndar- 410
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.