Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 88
Tímarit Máls og menningar um um stöðu hinna ýmsu verka sem gagnrýnandinn getur tekið hvað mest skapandi þátt í framþróun bókmennta. Gagnrýnandinn Heinrich Vorm- weg telur m. a. s. að þetta sé það hlutverk gagnrýninnar sem tryggi henni sögulegan og þjóðfélagslegan tilverurétt. Henni beri að velta fyrir sér valkostum og möguleikum í framtíðarþróun bókmenntanna og „skilgreina stöðugt upp á nýtt ystu landamæri þeirra möguleika sem bókmenntir hafa og er því nauðsynlegt að nýta sér.“23 Til að svo sé þarf gagnrýnin vissulega að vera býsna frjálslynd, andstæð allri stöðnun og fábreytni, en opin fyrir fjölbreytni og nýsköpun. Ugglaust er það rétt hjá Vormweg að gagnrýnin geti haft mikil áhrif á þá meðvitund og þær væntingar lesenda er tengjast bókmenntum og stöðu þeirra. Það gildir um þessa hlið gagnrýni, sem og um greiningu verka og alla umfjöllun, að engar fastar reglur ber að setja, engar viðjar að leggja á gagnrýnandann; hægt er að nálgast skáldverk á ótal vegu. Ég nefni sem dæmi tvo ritdóma um / borginni okkar sem báðir fjalla um verkið í ytra samhengi, en á gjörólíkan hátt. Örnólfur Thorsson (Þjóðv. 17. des. 1981) ræðir um bókina sem tímamótaverk á ferli Vésteins Lúðvíkssonar og rekur helstu einkenni fyrri verka hans. Auk þess tiltekur hann vissan skyldleika við síðustu bækur Guðbergs Bergssonar. Sigurður Svavarsson (Helgarp. 11. des. 1981) bendir hins vegar á hliðstæður verksins í suður-amerísku „furðu-raunsæi“ og víkur að samsvarandi aðferðum í þjóðfélagsgagnrýni. — Báðar þessar leiðir að skáldverkinu eru fróðlegar fyrir lesandann og örvun til frekari umhugsunar og umtals. Og er ekki þar með orðið gagn að gagn- rýni? Markaðslögmálin Hvað er hægt að gera til að bæta gagnrýnina? Þessari spurningu hlýtur maður að velta fyrir sér. Að mínu viti væri hægt að gera gagnrýnina persónulegri og heiðarlegri með góðum vilja gagnrýnenda og örlítilli hugarfarsbreytingu. Og þá sömuleiðis að kveða niður raust „yfirvaldsins“ og útrýma „fullyrðingagagnrýni". En málið vandast þegar talið berst að því sem koma skal í staðinn fyrir þetta tvennt og í staðinn fyrir „endursögnina“. Sú bókmenntagreining og bókmenntaumræða sem ég er að reka áróður fyrir er nefnilega vart í samræmi við ríkjandi markaðslögmál, en þau hafa ekki verið til umfjöllunar hér. Við erum komin aftur að spurningunni um starfstíma gagnrýnenda sem ég drap á hér að framan. Sú hefð hefur komist á að íslenskar bækur eru svo til allar gefnar út á sama árstíma og virðist þá eingöngu miðað við sölu á jólamarkaði. Gagn- rýnin hefur svo sýnt fullkomna markaðsaðlögun í þessu tilliti: ritdómar þjappast að miklu leyti á tveggja mánaða skeið fyrir jól. A því tímabili 454
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.