Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 103
Höfundurinn sem framleiðandi arnir boða, heldur er stungið upp á tækninýjungum. Eg vík aftur að þeim nýjungum síðar. Eg ætla hér að láta nægja að benda á þann grundvallarmun sem er á því að fá afnot af framleiðslutæki og að breyta því. Og mig langar um leið og ég byrja að ræða um „Nýju staðreyndastefnuna" að lýsa þeirri skoðun minni, að það er ákaflega umdeilanlegt hvort nota á framleiðslu- tæki án þess að breyta því eins og mögulegt er, jafnvel þó sá efniviður sem komið er á framfæri með tækinu kunni að hafa róttækt yfirbragð. Við stöndum nefnilega frammi fyrir þeirri staðreynd — eins og undangenginn áratugur í Þýskalandi hefur fært sönnur á — að borgaraleg framleiðslu- og útgáfustofnun getur aðlagað sig og raunar rekið áróður fyrir ótrúlega mörgum róttækum viðfangsefnum, án þess að efast raunverulega um eigin tilverurétt eða þeirrar stéttar sem yfir henni ræður. Þannig er það alltént á meðan þessi stofnun er rekin af kerfisþrælum, hvort sem það eru byltingar- sinnaðir kerfisþrælar eða ekki. Eg skilgreini kerfisþræl sem mann sem af sannfæringu sinni forðast að þróa framleiðslutækin í þágu sósíalismans og í bága við hagsmuni ríkjandi stéttar. Og ég held því ennfremur fram að verulegur hluti svokallaðra vinstrisinnaðra bókmennta hafi ekkert annað þjóðfélagslegt hlutverk en að finna sífellt nýjan efnivið í pólitískum atburðum til að skapa spennu og seðja afþreyingarþörf lesenda. Þar með erum við komin að Nýju staðreyndastefnunni. Hún gerði fréttafrásögnina vinsæla. Við spyrjum, hverjum kemur sú tækni til góða? Til einföldunar held ég mig við ljósmyndir. Það sem á við um þær má yfirfæra á bókmenntirnar. Hvort tveggja á útbreiðslu sína útgáfutækninni að þakka: útvarpinu og myndskreyttu dagblöðunum. Leiðum hugann að Dadaismanum. Byltingarstyrkur Dadaismans fólst í því að sannprófa listina með því að kanna hversu ósvikin hún væri.12 Málverk þeirra voru gerð úr farmiðum, garnrúllum, sígarettustubbum auk málaðra flata. Þetta var síðan innrammað. Og um leið var sagt við áhorfendur: Sjáið, mynd- rammi ykkar sprengir upp tímann; smæsta ósvikið brot út daglegu lífi segir meira en málverkið. Alveg eins og blóðugt fingrafar morðingja á bókarsíðu segir meira en textinn. Mikið af róttækum viðhorfum af þessu tagi settu svip á klippimyndina (photomontage). Þið þurfið ekki annað en leiða hugann að John Heartfield13 sem með tækni sinni gerði bókarkápuna að pólitísku verkfæri. En fylgið nú þróun ljósmyndarinnar áfram. Hvað varð um hana? Hún verður stöðugt fíngerðari, stöðugt nútímalegri, með þeim afleiðingum að ekki er lengur hægt að taka mynd af leiguhjalli eða rusla- haugi án skrumskælingar. Hvað þá að hægt sé að segja eitthvað annað um virkjunarstíflu eða rafmagnskaplaverksmiðju en: fagra veröld. „Fagra ver- öld“ — það er heiti á þekktri ljósmyndabók eftir Renger-Patsch, þar sem ljósmyndatækni Nýju staðreyndastefnunnar nýtur sín til fulls. Henni 469
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.