Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 118

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 118
Tímarit Máls og menningar er nátengd velferð annars. Ef Jón er skotinn í Siggu, þá er alls ekki víst að velferð hans aukist þegar vörur eru teknar af Siggu og gefnar Jóni. Vellíðan þeirra beggja ræðst einnig af því hvaða standard telst boðlegur í því samfélagi sem þau lifa í, en ekki bara af því hvers þau neyta. En í stað þess að þróa þessa gagnrýni áfram lendir Birgir inn í enda- lausu fjasi um ýmsar forsendur ný- klassískrar hagfræði. Flestar ábendingar hans varða það að nýklassísk hagfræði taki ekki þetta eða hitt með í reikning- inn. En það sama gildir jú um allar hagfræðikenningar. Það er óhugsandi að hægt sé að búa til fullkomið líkan af hagkerfi. Það sem hagfræðin getur gert er að reyna að búa til líkan sem tekur með mikilvægustu þættina og getur þannig útskýrt sem mest með sem ein- földustum kenningum. Þegar Birgir fer út í eigin útlistanir á hlutunum kemst hann auðvitað ekki hjá því að byggja á álíka sértækum forsendum og allir aðr- ir;— oft eru forsendur hans jafnvel þær sömu og hann gagnrýnir nýklassista fyrir að nota, eins og t.d. sú forsenda að framleiðsluþættirnir séu „einsleitir", sem er ekki síður nauðsynleg í marxískri hagfræði. I grófum dráttum má segja að gagn- rýnin á nýklassíska hagfræði hafi farið eftir tveim leiðum. Annars vegar er bent á að þótt maðurinn hafi auðvitað ein- staklingsbundnar líffræðilegar þarfir, þá séu þær aðferðir sem notaðar eru við að fullnægja þessum þörfum, og sú vel- líðan — eða vanlíðan — sem fylgir neyslunni, samfélagslega ákvarðaðar. Það eru ekki bara hin ægilegu stórfyrir- tæki, sem Birgir sér ofsjónum yfir, sem móta neytandann. Það gildir almennt að framleiðslan og það samfélag sem ein- staklingurinn býr í mótar hann sem neytanda. Fólk rekst á vöru sem það vissi ekki um áður og þannig skapast þörf og vanlíðan sem áður var ekki til. Það er í þessu víðara samhengi sem allt val um Pareto-kjörstöður, og það að ekki félagslegt afl, heldur framleiðslu- staklinga, verður út í hött. Ekki svo að skilja að það sé rangt hjá Pareto og von Ffayek að ekki sé til neinn hlutlægur mælikvarði sem gerir okkur kleift að bera saman velferð einstaklinga, heldur höfum við áhrif á velferð annarra og velferð okkar ákvarðast af öðrum, hvort sem við viljum eða ekki, hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað. Maðurinn er fyrst félagsvera og hann er skapaður sem einstaklingur, sem félagslegur ein- staklingur, af samfélaginu, í sam- skiptum við aðra einstaklinga. Einstakl- ingurinn mætir ekki fullskapaður á fyrsta markaðsdegi og ákveður hvaða vörur hámarki velferð hans um alla framtíð, heldur mótast hann og breytist stöðugt; smekkur hans breytist við neyslu vara o.s.frv. Marx eyðir heil- miklu máli í að útlista þessa hluti, eink- um í Grundrisse sem er það af höfuðrit- um Marx sem Birgir hefur með í heim- ildaskrá sinni. Það er svolítið merkilegt að Birgir gerir nákvæmlega sömu vitleysuna og nýklassistarnir og slítur mannskepnuna úr tengslum við umhverfi sitt. Þegar hann tekur að ræða sambandið á milli vinnuafls og annarra framleiðsluþátta, þá fær vinnuaflið eitthvert dularfullt afl, ekki félagslegt afl, heldur framleiðslu— afl: „Ljóst má vera, að fjármagnsvörur eru framleiddar fyrir tilstilli vinnuafls, hráefna og ef til vill fjármagnsvara og ekki öfugt, þ.e.a.s. að vinnuafl verði til fyrir tilstilli fjármagnsvörunnar". (bls. 55) Er það ekki deginum ljósara að það vinnuafl sem til er í dag er skapað af
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.