Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 121
Umsagnir um bœkur ans að grátbroslegum harmleik. Hvað skeður þegar Birgir hittir verkalýðinn í sögulokin þori ég ekki að segja. Þótt sumar reikniæfingar Birgis hafi sent hroll niður eftir bakinu á mér er ekki því að neita að kaflinn um Isal er skásti kaflinn í bókinni, enda það mál mikið hjartans mál Birgis. Mér er að vísu ómögulegt að skilja hvernig Birgir kemur því heim og saman að íslenska auðvaldið sé alltaf að reyna að græða og auka hagvöxt, en allt sem það gerir leiði til hins gagnstæða. Það gefur erlendri stóriðju orkuna og lætur erlendu stór- fyrirtækin plokka sig á allan hátt. Ut af fyrir sig gæti þetta verið efni í harmleik ef orsakasamhengið væri skiljanlegt, en það er eins og Birgir sé sjálfur meðvitað- ur um að eitthvað sé bogið við þetta, því eina skýringin sem hann heldur fram af einhverjum krafti (en með fyrirvörum þó) er að íslenska auðvaldið sé bara svona illa gefið (bls. 180, 220). Eg hafði að vísu lúmskt gaman af þeirri kenningu Birgis að á íslandi séu laun svo lág að þau séu lægri en sem nemur jaðarframlagi vinnuaflsins til framleiðslunnar og að af þessu stafi þenslan í efnahagslífinu (bls. 191). Það er hægt að nota þetta til að stríða ný- klassískum hagfræðingum en fyrir þá sem ekki trúa á nýklassíska hagfræði hefur þetta ekkert annað gildi. A ein- hvern hátt tekst Birgi þó að þvæla þess- um hlutum hreint ótrúlega fyrir sér. A einum stað endursegir hann athuga- semdalaust makalausa skoðun einhvers Levinsons sem heldur því fram að kauphækkanir séu að miklu leyti runnar undan rifjum stórfyrirtækjanna; já „að fjölþjóðafyrirtækjunum sé lífsnauðsyn- legt að hækka launin til að auka kaup- mátt verkafólks, svo að unnt sé að selja hinn þróaða varning“ (bls. 187), en á öðrum stað kvartar Birgir undan því að ódýrt vinnuafl sé notað til að lokka hingað erlend stórfyrirtæki (bls. 135). A enn öðrum stað (t.d. bls. 180) kvartar hann yfir því að stóriðja á íslandi hamli efnahagslegum framförum. Hvað sem því líður vita allir sem fylgst hafa með efnahagsmálum á íslandi að erlend stór- fyrirtæki hafa átt þátt í að hækka laun, þannig að íslenskir kapítalistar hafa kvartað sáran og málgögn verkalýðsins (?) eins og Þjóðviljinn tóku undir söng- inn þegar frystihús á Akranesi misstu fólk til Grundartanga-framkvæmdanna vegna þeirra lágu launa sem frystihúsin greiddu. Islenskum kapítalistum í samvinnu við forystu verkalýðsfél- aganna hefur þó tekist nokkuð að halda aftur af kauphækkunum hjá erlendum aðilum hér á landi með sérstökum samningsákvæðum sem einangra kjarabaráttu verkafólks í þessum fyrir- tækjum frá kjarabaráttu annarra í landinu. Það er við hæfi að ljúka þessari upptalningu á atriðum um íslensk efna- hagsmál með því að nefna deiluna milli Þjóðhagsstofnunar og Abl. í janúar 1980 þegar Þjóðhagsstofnun tregðaðist við að meta þær efnahagstillögur sem Abl. lagði fram í þeim stjórnarmyndun- arviðræðum sem þá stóðu yfir. Birgir fjallar svolítið um þetta mál og notar það til að sýna fram á tengsl efnahags- mála og hagfræði við pólitík. Eg er inni- lega sammála Birgi um að náið samband sé á milli efnahagsmála og stjórnmála, en Birgir gleymir að fjalla um það að deilan stóð um það að Abl. lagði fram tillögur sem fólu í sér áætlun um gífur- lega aukningu framleiðslu og framleiðni í íslenskum fyrirtækjum; aukningu sem 487
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.