Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Qupperneq 16

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Qupperneq 16
Tímarit Máls og menningar stæði kyrr. Fanginn fann ofurlitla smugu og skreið upp á handarbak- ið. Mamma kom rétt mátulega til að sjá hvar hann flaug. Þetta var mikið afrek að ná fiðrildi í lófana án þess að klemma það til dauða. Það var gaman að vera orðinn svona stór. Drengurinn elti mömmu inn, hún varð að heyra alla söguna, þá fyrst var æfintýrið fullkomið. Um leið og hann hvarf, misstu gullin náttúru sína og lágu lífvana sitt í hvorri áttinni. Flugurnar einar vitnuðu um líf með suði sínu, en það sem bjó í holum og fylgsnum lét ekki til sín heyra. Þegar drengurinn kom aftur út, tók allt á sig fyrri svip. Ovæntir atburðir gerðust, féð rauk í allar áttir svo hlaupa þurfti fyrir það í einu hendingskasti og einmitt þegar verst stóð á, skeði annað mjög hættulegt. Tröllið lifnaði við. Ljúfan tók strax til að æpa í húsinu sínu og nú mátti drengurinn herða sig. Eins og nærri má geta var tröllið hálfu verra viðureignar svona afturgengið. Það tókst þó eftir langan tíma að binda það aftan á hestinn með tvinnaspotta frá mömmu og koma því burtu af varpanum. Drengurinn reið með það í eftirdragi niður túnið, en þar festist það í grasinu og týndist. Ljúfan hljóðaði enn af öllum kröftum svo drengurinn flýtti sér til hennar, enda var afi kominn út í gluggann og barði með einum fingri í hann og það hreyfðist til á honum skeggið. Líklega var hann að segja bak við rúðuna að það mætti ekki bæla grasið. Að morgni sýnist ofurlitlum dreng einn sólskinsdagur vera eilífðar langur. Gullin eru þá komin út um allt og sá hluturinn sem mest þarf á að halda er týndur. Þá getur hinn glaðværi allt í einu orðið úrillur í leit sinni. Það sem leitað er að verður mikilvægara en allt annað, búsmalinn og jafnvel ljúfan í kassanum hverfa alveg í skuggann. Glerkúlan, með fallegu gulu og rauðu röndunum innan í, var týnd. Hann sem ætlaði að velta henni eftir fjóströðunum með prikinu, sem nú var ekki lengur hestur. Þegar drengurinn var alveg að því kominn að gefast upp við að leita og ætlaði inn til mömmu, rak hann loksins augun í kúluna sem reyndar lá upp við vegginn frá því um morgun- inn. Það hýrnaði heldur yfir honum, en um leið og hann beygði sig eftir henni, snerti nefið á honum næstum vefinn. Hann hrökk frá. Svört og djúp holan gein bakvið vefinn og honum sýndist kóngulóin miklu stærri í skugganum heldur en í morgunsólinni. Þó drengnum yrði ekki um sel, gat hann ekki annað en horft á hana. Smáflugur 486
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.