Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 46
Tímarit Máls og menningar
neins að leika teningaspil við þennan. Hann fær hvort sem er ekkert
nema fimm eða sex. Eigum við að kasta upp peningi?“ Ahmad-
Hossein sagði: „Gerum það.“ Þá sagði Mahmoud: „Nei, við förum í
hark.“
Það færðist ró yfir götuna. Hinum megin við hana hafði nokkrum
sölubúðum þegar verið lokað. Leikurinn fór þannig fram að við
hentum eins ríala peningi frá skurðinum að veggnum. En peningarnir
voru ekki hættir að skoppa, þegar Ahmad-Hossein hrópaði:
„Löggan.“
Lögga stóð tveimur eða þremur skrefum frá okkur og mundaði
kylfuna. Sá eineygði, Ahmad-Hossein og ég tókum til fótanna án
þess að kveðja kóng eða prest. Mahmoud og sonur Zivar hlupu á eftir
okkur. Ghassem ætlaði að taka saman peningana, en löggan náði
honum. Hann öskraði af sársauka undan kylfuhögginu, en tók síðan
til fótanna og náði okkur. Löggan hrópaði: „Pörupiltar, eigiði hvergi
heima, eða hvað?“
Hann beygði sig niður, hirti peningana og fór.
Þegar ég kom yfir gatnamótin, var ég orðinn einn. Kjötpinna-
kaupmaðurinn var búinn að loka. Eg var of seinn. Yfirleitt var ég á
heimleið, þegar afgreiðslumaðurinn var að koma járntjaldinu fyrir.
Eg ráfaði um göturnar og hugsaði með mér, að nú væri pabbi
sofnaður. Eg vonaði, að hann myndi vaka eftir mér, þó að ég væri
viss um að hann svæfi. Síðan hugsaði ég: „Leikfangaverslunin hlýtur
að vera lokuð núna. Hver ætli hugsi líka um að kaupa leikföng á
þessum tíma dags? Ulfaldinn minn hlýtur að vera kominn inn í
búðina. Bara að ég gæti talað aðeins við hann. Eg er svo hræddur um
að hann gleymi því, sem við lofuðum hvor öðrum í gærkvöldi. Ef
hann kæmi nú ekki aftur til mín? Nei, auðvitað kemur hann. Hann
sagðist koma á morgun, annað kvöld, og fara með mig um Teheran.
Það er svo gaman að vera á úlfaldabaki.“
Allt í einu heyrðist ískur í hjólbörðum. Um leið og ég tókst á loft
hugsaði ég: „Veriði sælir, vinir mínir.“ Það var ekki fyrr en ég lá á
jörðinni, að ég áttaði mig á því, að bíll hafði keyrt á mig. En ég var
ómeiddur. Eg var enn að nudda á mér úlnliðinn, þegar haus var
stungið út úr bílnum. „Svona, burt með þig,“ hrópaði rödd inni í
bílnum. „Hvað er þetta eiginlega, komdu þér í burtu, þú ert ekki
myndastytta.“
516