Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 53
Sólarhringur í draumi og vöku
tveir krakkar á leið í skólann við hlið foreldra sinna. Ahmad-Hossein
var sá eini sem ég gat rekist á, á þessum tíma dags.
Eg hélt áfram ferð minni og kom í hverfi hinna ríku.
I hvert skipti sem ég fór þar um, fannst mér ég vera kominn í bíó
að horfa á kvikmynd. Ég gat aldrei skilið hvernig fólk gat borðað og
sofið í svona hreinum húsum, hvernig það talaði, hvernig það
klæddist.
Geturðu, til dæmis, ímyndað þér hvernig þú lifðir í móðurkviði?
Geturðu gert þér grein fyrir því hvernig þú borðaðir í móðurkviði?
Auðvitað ekki. Ég var eins og þú. Ég skildi þetta ekki.
Þrír skólastrákar horfðu í búðarglugga. Ég staðnæmdist fyrir aftan
þá. Þægilegan ilm lagði af vel greiddu hári þeirra. Ég fór ósjálfrátt að
þefa af hálsi eins þeirra. Þeir sneru sér þá við og horfðu reiðilega á
mig. Þeir færðu sig í burtu og sögðu, að það væri vond lykt af mér.
Eg sá spegilmynd mína í rúðunni. Hárið á mér var svo sítt og
tætingslegt, að það huldi alveg eyrun, það var eins og hárkolla.
Skyrtan mín var svört af skít og við hálsmálið skein í sólbrenndan
líkama minn. Fætur mínir voru skítugir og hælarnir allir sprungnir.
Mig langaði til að kála þessum ríkisbubbasonum.
En var það þeim að kenna, að svona var ástatt fyrir mér?
Náungi kom út úr búðinni og stjakaði við mér: „Komdu þér í
burtu. Ég get ekki gefið þér nokkurn skapaðan hlut svona snemma
dags, þegar ég hef ekki unnið mér inn grænan túskilding.“ Maðurinn
stjakaði aftur við mér og sagði: „Sá er kaldur,“ því ég sagði ekki orð
og stóð kyrr í sömu sporunum.
„Ég er ekki betlari.“
„Ég biðst margfaldlega afsökunar. Þú ert kannski einhver merkis-
maður?“
„Nei, ég er ekki neitt, en ég er að skoða.“
Hann fór aftur inn í búðina, en ég hélt leiðar minnar. Það glampaði
á brot úr gangstéttarhellu í göturæsinu. Ég var ekkert að tvínóna við
það, heldur tók brotið upp í flýti og kastaði því af öllu afli í
búðargluggann. Hann fór í mask. Mér létti við brothljóðin. Ég tók til
fótanna og hljóp hraðar en nokkru sinni fyrr.
Þegar ég hafði farið yfir nokkrar götur, rakst ég á Ahmad-Hossein,
og áttaði mig á því, að ég var kominn langt frá búðinni.
Ég komst aldrei að því hvar hann bjó. Ghassem sagði, að Ahmad-
523