Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 110
Tímarit Máls og menningar
er lokaatkvæðið greinilega skráð sem á-
hersluatkvæði, til að gefa til kynna að
um spurn sé að ræða. Þannig fríar
skáldið sig frá notkun spurningarmerkis
og kemur í veg fyrir að hrynjandin
stöðvist. Merkjasetning væri hér ryþm-
anum tálmi.
Þetta er því inngangur í formi ljóðs,
forskrift sem óþarft er að endurtaka þeg-
ar fram í sækir. En jafnframt bendir
ljóðið í átt til táknrænnar kvæðagerðar
(Symbolisma). Ekki einvörðungu til
þeirrar tegundar hennar sem bundin er
við myndhvörf, líkingar og kenningar,
heldur hinnar þar sem kafað er niður í
orðið sjálft, stafróf þess og feril í textan-
um. Sú tegund á sér upphaf í „Sérhljóð-
um“ Rimbauds, gengur sem rauður
þráður gegnum ljóðarannsóknir Mallar-
més, tengist formgerðarstefnunni og
nær ef til vill hámarki í „Endimörkum
ritunar“ Rolands heitins Barthes. Það er
til slíkra rannsókna á möguleikum texta
og ljóðaritunar sem Thor skírskotar.
Reyndar kemur það fram í öðrum skáld-
verkum hans.
Síðar bregður fyrir í bálkinum berg-
máli þessa inngangs sem leiðarstefi:
Fugl
á flótta
undan uglu
flaug hjá
og:
Fuglinn um nótt
beið þín ugla
alskyggnu auga
baugur mána þvarr
Skyldleiki ólíkrar menningar
En Thor rær á önnur mið
strúktúralískra fræða, eða eru það ef til
vill kenningar Jungs? Alltént er það
bundið innihaldi ljóðsins. Það má glögg-
lega sjá í teikningunum, hvernig mynd-
mál Arnar rokkar milli raunsærra nátt-
úrulýsinga frá fjörðum og fjöllum Is-
lands og táknmynda sem einna helst líkj-
ast helgilist Maya frá for-kólumbískum
tíma. Thor skynjar þessi skipti mætavel
og dregur saman í einhverjum merkustu
versum bókarinnar:
Bunraku
brúðuleikur í ljósi kúptu
skuggar titra sem tröll á þili
Bunkast saman
brúður þrjár og maður
munki líkur frá Zurbarán
að baki að galdra líf
Sem fyrr er allt slungið rími samstafa.
Það sem er þó öllu eftirtektarverðara,
eru þær sönnur sem skáldið færir á
skyldleika táknmáls gjörólíkra þjóða.
Til er listrænn samnefnari til túlkunar á
mannlegum örlögum, hvort heldur eru
íslensk, japönsk eða spænsk. Uppspretta
ímyndunarafls og aðferða listamannsins,
er ekki bundin landamærum. Mynd-
breyting mannlegs harmleiks í listræna
afurð lýtur svipuðum lögmálum hvar
sem er í heiminum.
Hin eðalborna list Tsigamatsu Monz-
eamons, þessa Shakespeares Japana, var
brúðuleikur. I meðförum snillingsins
Josjída Bungoro, öðlast brúðurnar líf
eins og „skuggar . . . sem tröll á þili“.
Það er staðreynd að Monzeamon skóp
harmleiki sína, m.a. „Astarsjálfsmorðin í
Súezaki" og „Astarsjálfsmorðin í Ami-
síma“, svo til strax eftir að atburðirnir
höfðu átt sér stað. Það er og með harm-
leikinn á Kili, þegar Reynistaðabræður
580