Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 49
Sólarhringur í draumi og vöku
Hann var ánægður að sjá mig. Hann japlaði enn og gaf mér bita af
tuggu sinni, og síðan lögðum við af stað. Skömmu síðar sagði hann
við mig: „Hérna, taktu munnhörpuna mína og spilaðu eitthvað fyrir
okkur.“ Eg greip hljóðfærið og blés kröftuglega í það. Hann tók
undir með bjöllunum sínum, sem voru af öllum stærðum. Síðan sneri
hann sér við og sagði: „Ertu búinn að borða kvöldmat, Latíf?“
„Nei, ég átti ekki pening.“
„Þá skulum við fyrst fá okkur að snæða.“
Hvíta kanínan stökk þá ofan úr tré og sagði: „Hvernig væri að
borða í fína húsinu í kvöld, kæri úlfaldi? Eg læt hin vita á meðan þið
farið þangað.“
Hún kastaði gulrótarbitanum sínum í göturæsið og stökk í burtu.
Ulfaldinn spurði mig hvort ég skildi orðin „fína húsið.“
„Það er sveitin, er það ekki?“
„Ekki er það nú alveg. Milljónamæringarnir byggja sér hallir og
stór hús úti í náttúrunni og fara þangað þegar þeim sýnist til að hvíla
sig og skemmta sér. Þessi hús eru kölluð fínu húsin. Að sjálfsögðu
eru þar líka gosbrunnar og sundlaugar, grasflatir og blómum skrýdd-
ir garðar. Þar er líka fjöldi þjóna, garðyrkjumenn og eldabuskur.
Nokkrir milljónamæringar eiga líka fín hús í öðrum löndum, eins
og Sviss eða Frakklandi.
Núna erum við á leiðinni í fínt hús í norðurhluta Teheran til þess
að gleyma sumarhitanum.“
Að svo mæltu þandi hann vængi sína og flaug upp í loftið eins og
fugl. Fyrir neðan okkur voru raðir af þrifalegum húsum. Loftið var
alveg laust við skít og reyk. Það var eins og að vera í bíó að horfa á
húsin og göturnar.
Stuttu síðar spurði ég: „Er ekkert hættulegt að fara út fyrir
Teheran?“
„Hvernig dettur þér slíkt í hug?“
„Ja, hér er hvorki óþefur, skítur né reykur, og húsin eru öll stór og
blómum prýdd.“
„Þú hefur lög að mæla, Latíf. Teheran skiptist í tvo hluta, sem hvor
um sig er gerður fyrir þá sem þar búa, „Norðrið" og „Suðrið.“
Suðrið er á kafi í skít og reyk, en Norðrið er hreint. Allir ónýtu
strætisvagnarnir ganga í Suðrinu. Allir stóru reykháfarnir eru í
Suðrinu. Allir dísilvagnarnir og flutningabílarnir fara einnig þar um.
519