Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 55
Sólarhringur í cLraumi og vöku Við garðshliðið keypti Ahmad-Hossein samloku með eggjum og gaf mér einn bita. Við fórum síðan á gamla staðinn okkar, þar sem við vorum vanir að fara í bað. Skammt frá okkur voru önnur börn við sömu iðju og þau skvettu hvert á annað. Við lögðumst endilangir án þess að skeyta um þau. En hávaðinn hafði vakið athygli garðvarð- arins, sem rak okkur öll í burtu. Við settumst í sandinn í sólinni. Við vorum að teikna úlfalda, þegar ég heyrði rödd pabba fyrir ofan mig. Ahmad-Hossein fór. Við pabbi fengum okkur að borða hjá slátursalanum. Þegar pabbi sá hvað ég var þögull og hugsi, sagði hann við mig: „Hvað er að þér, Latíf? Líður þér ekki vel?“ „Það amar ekkert að mér.“ Við fórum síðan inn í garðinn til að sofa. Þegar pabbi sá hvað ég bylti mér, án þess að geta sofnað, spurði hann: „Lentirðu í slagsmálum? Var einhver að stríða þér? Svona, segðu mér hvað amar að þér.“ Mig brast kjark til að tala. Eg kaus heldur að þjást með sjálfum mér. Mig langaði til að heyra í mömmu, finna ilminn af henni, taka hana í fang mér og kyssa. Allt í einu fór ég að hágráta og lagði höfuðið á handlegg pabba. Hann reyndi ekki að hugga mig. En ég sagði honum ekki annað en að mig langaði til að vera hjá mömmu. Svefninn seig á mig. Þegar ég opnaði augun aftur, sá ég að pabbi kraup hjá mér, og horfði út yfir mannfjöldann. Ég greip í fótinn á honum og sagði: „Pabbi.“ „Ertu að vakna vinurinn? Við förum heim á morgun. Við förum heim til mömmu. Þar getum við gert það sem þarf að gera. Við skulum borða brauðið okkar þar. Ef það er ekki hægt, þá það. Það er að minnsta kosti betra en að vera utanveltu hér.“ Þegar við vorum komnir miðja vegu milli umferðarmiðstöðvarinn- ar og lystigarðsins, vissi ég ekki hvort ég átti að vera hamingjusamur eða ekki. Eg hafði ekki brjóst í mér til að skilja við úlfaldann minn. Ef ég gæti tekið hann með mér, yrði ég ekki sorgmæddur framar. Þegar við höfðum keypt farmiðana heim, fórum við aftur út á götu. Pabbi ætlaði að reyna að selja handvagninn sinn fyrir kvöldið. Eg ætlaði hins vegar að virða úlfaldann fyrir mér í síðasta sinn. Við ákváðum að hittast í námunda við umferðarmiðstöðina og 525
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.