Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 55
Sólarhringur í cLraumi og vöku
Við garðshliðið keypti Ahmad-Hossein samloku með eggjum og
gaf mér einn bita. Við fórum síðan á gamla staðinn okkar, þar sem
við vorum vanir að fara í bað. Skammt frá okkur voru önnur börn
við sömu iðju og þau skvettu hvert á annað. Við lögðumst endilangir
án þess að skeyta um þau. En hávaðinn hafði vakið athygli garðvarð-
arins, sem rak okkur öll í burtu.
Við settumst í sandinn í sólinni. Við vorum að teikna úlfalda, þegar
ég heyrði rödd pabba fyrir ofan mig. Ahmad-Hossein fór. Við pabbi
fengum okkur að borða hjá slátursalanum. Þegar pabbi sá hvað ég var
þögull og hugsi, sagði hann við mig:
„Hvað er að þér, Latíf? Líður þér ekki vel?“
„Það amar ekkert að mér.“
Við fórum síðan inn í garðinn til að sofa. Þegar pabbi sá hvað ég
bylti mér, án þess að geta sofnað, spurði hann:
„Lentirðu í slagsmálum? Var einhver að stríða þér? Svona, segðu
mér hvað amar að þér.“
Mig brast kjark til að tala. Eg kaus heldur að þjást með sjálfum
mér. Mig langaði til að heyra í mömmu, finna ilminn af henni, taka
hana í fang mér og kyssa. Allt í einu fór ég að hágráta og lagði
höfuðið á handlegg pabba. Hann reyndi ekki að hugga mig.
En ég sagði honum ekki annað en að mig langaði til að vera hjá
mömmu. Svefninn seig á mig. Þegar ég opnaði augun aftur, sá ég að
pabbi kraup hjá mér, og horfði út yfir mannfjöldann. Ég greip í
fótinn á honum og sagði:
„Pabbi.“
„Ertu að vakna vinurinn? Við förum heim á morgun. Við förum
heim til mömmu. Þar getum við gert það sem þarf að gera. Við
skulum borða brauðið okkar þar. Ef það er ekki hægt, þá það. Það er
að minnsta kosti betra en að vera utanveltu hér.“
Þegar við vorum komnir miðja vegu milli umferðarmiðstöðvarinn-
ar og lystigarðsins, vissi ég ekki hvort ég átti að vera hamingjusamur
eða ekki. Eg hafði ekki brjóst í mér til að skilja við úlfaldann minn.
Ef ég gæti tekið hann með mér, yrði ég ekki sorgmæddur framar.
Þegar við höfðum keypt farmiðana heim, fórum við aftur út á
götu. Pabbi ætlaði að reyna að selja handvagninn sinn fyrir kvöldið.
Eg ætlaði hins vegar að virða úlfaldann fyrir mér í síðasta sinn.
Við ákváðum að hittast í námunda við umferðarmiðstöðina og
525