Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 77
Að gefa í boðhxtti
Konan flýtir sér „út undir bert loft“, í leit að sjálfri sér og lífrænum
tengslum jafnt við umhverfi sitt og sína nánustu. Ferð þessi minnir á ferð
konunnar í „Kona með spegil“ (Veizla undir grjótvegg)'b — En bilið milli
annars vegar sjálfumleika og hlutverks, hins vegar vitundar og ytri veru-
leika, verður ekki brúað. Konan hlýtur að enda heima í stofu aftur og ferðin
líður í hring eins og dagar og ár þessarar konu virðast dæmdir til að gera.
Hún „horfði inn í rökkvaðan krókinn klæddan innan þykkum flauelstjöld-
um. Þetta var áfangastaðurinn.“ (96)
Lokaorð
Þótt ég hafi gerst langorður um Gefið hvort öðru . . ., sem hlýst af því
hversu mikilvæga ég tel þessa bók, munu gildi hennar og staða ekki verða
fullmetin svo skömmu eftir útgáfu verksins. Eins og ég minntist á í upphafi
tel ég samt að sögurnar myndi beint framhald af fyrri sagnagerð Svövu; það
er eins og þrátt fyrir allt hafi alls ekkert gat myndast í rithöfundarferli
hennar. Sögur þessar sýna jafnframt að Svava hefur öldungis ekki staðnað;
ég tel afar vafasamt að nokkur íslenskur samtímahöfundur taki henni fram í
smásagnagerð, og ánægjulegt er að þessi gæðabók birtist einmitt nú, því
vinsældir smásögunnar virðast hafa færst í aukana á síðustu árum.
Viðfangsefni Svövu eru í stórum dráttum hin sömu og fyrr. Langoftast
snúast sögurnar um konur sem dvelja undir oki þjóðfélagshefða í inni-
lokaðri veröld þar sem öryggið og þægindin reynast vera gröf. Þeim ber að
gefa möglunarlaust af sjálfum sér og lífi sínu, og þiggja um leið það sem
þeim er gefið, ganga fúsar í hlutverk þau sem þjóðfélagið ætlar þeim. Þó svo
margt hafi áunnist í kvennabaráttu síðan Svava birti fyrstu sögur sínar á
þetta efni enn fullan rétt á sér (má þó vera að einhver tímaskekkja sé í
sögunum um heimilisfastar húsmæður, því konur úr öllum stéttum taka æ
meiri þátt í athafnalífi utan heimilanna, en eftir sem áður eru þæra afar
valdalítill hópur).
Þetta er raunar efni sem mjög auðveldlega hefði getað staðnað, farið að
endurtaka sjálft sig, ef Svava hefði við útmálun þess einkum beitt aðferðum
raunsæisprósa. Módernisminn býður upp á fjölbreyttari frásagnaraðferðir
og hann gerir Svövu kleift að nálgast efnið eftir sífellt nýjum og
áhugavekjandi leiðum.
Athyglisvert er að lengstu smásögur sem Svava hefur látið frá sér fara eru
aðeins 12 síður og flestar eru sögur hennar töluvert styttri. Ekki verða þær
efnisminni fyrir vikið, því að þær bera mörg höfuðeinkenni ljóða, sam-
þjöppun, hnitmiðun, auðugt myndmál og táknvísi. Hver setning er úthugs-
uð og unnin, enda á Svava það sammerkt með örfáum öðrum íslenskum
547