Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 95
Hermann Pálsson
Draumvísa í Sturlungu
Mikill skáldskapur býr í þeim bragsmíðum frá 13. öld sem Sturla Þórðarson
hélt til haga og notaði til að skreyta með Islendinga sögu sína; miklar þakkir
á hann skilið fyrir að hafa varðveitt allar þessar ljóðlínur, sem hann taldi
hafa skapast einhvers staðar handan við veruleikann. Þótt ekki verði annað
sagt en að draumvísur Sturlungu varði atburði á ýmsa lund, þá nægir ekki að
lesa þær einungis sem fyrirburði. Hér á það sama við og um annan
kveðskap, að við njótum hvers kvæðis þeim mun betur sem við þekkjum
fleiri. Þótt þekking á ævi höfundar og ytri aðstæðum sé nauðsynleg í því
skyni að átta sig á verkum hans, þá skiptir hitt ekki minna máli að hafa
kynnzt sömu bókum og hann. Skáld nema af letrum ekki síður en af eiginni
reynslu.
A undan frásögninni af Orlygsstaðabardaga (Islendinga saga, 136. kap.)
hermir Sturla ýmsa fyrirburði, og hljóðar einn þeirra á þessa lund: „Brynj-
ólfur hét maður á Kjalarnesi, er það dreymdi, að hann sá mann mikinn og
var höggvinn af hnakkinn og á hálsinn. Hann kvað vísu þessa:
Þornar heimur og hrörnar:
Hríðeflir fer víða.
Þjóð er hörð á heiði
heldur, en vér erum felldir.
Því varð eg norður með Njörðum
— náir féllu þar sárir,
spjót drifu grán á gauta —
geirhríðar hel bíða,
geirhríðar hel bíða.“
Fyrsta vísuorðið er sér um mál og á sér raunar annan uppruna en þær
ljóðlínur sem á eftir fara; um það verður fjallað síðast. Næstu tvö vísuorð
mega heita auðskilin, en síðara vísuhelming má taka saman svo: Því varð ég
bíða hel norður með Njórbum geir-hríðar (þ. e. hermönnum); sárir menn
565