Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 47
Sólarhringur í dranmi og vöku
Ég rankaði við mér. Við stýrið sat gömul og púðruð kerling og við
hliðina á henni var risastór og slyttislegur bolabítur, sem horfði út.
Hálsband hundsins glitraði eins og . . . Hvað það glitraði. Allt í einu
sauð í mér og ég hugsaði með mér, að ef ég gerði ekki eitthvað strax,
eins og að brjóta eina rúðu í bílnum, yrði ég að saltstólpa þarna á
malbikinu.
Gamla kerlingin flautaði aftur, einu sinni eða tvisvar: „Ertu
heyrnarlaus, eða hvað? Svona snáfaðu burt.“
Nokkrir bílar óku framhjá okkur. Þegar gamla kerlingin rak
hausinn út til að öskra á mig aftur, hrækti ég duglega framan í hana,
bölvaði henni hraustlega og fór.
Ég settist niður fyrir framan verslun skammt þar frá og hjartað
hamaðist í brjósti mér.
Rimlahurð var fyrir versluninni og ljós skein þar í gegn. Skóm af
öllum stærðum og gerðum var raðað upp fyrir innan gluggann. Pabbi
sagði mér einu sinni að kaupið okkar í tíu daga nægði ekki til að
kaupa eitt par af svona skóm.
Eg teygði úr fótleggjunum og hallaði höfðinu að hurðinni. Mér var
enn mjög illt í úlnliðnum og garnirnar í mér gauluðu. Ég áttaði mig
skyndilega á því, að ég hafði ekki borðað kvöldverð, sem venjulega
var örlítið af brauði, og að ég myndi enn einu sinni sofna með tóman
maga.
Bara að pabbi hefði skilið eitthvað eftir handa mér.
Allt í einu sá ég aftur úlfaldann minn, sem hafði lofað að fara með
mig í gönguferð. Ég stökk upp. Leikfangaverslunin var lokuð, en það
heyrðist í leikföngunum á bak við málmhurðina. Vöruflutningalestin
skrölti áfram og þeytti pípuna. Stóri svarti björninn, sem virtist vera
á bak við hríðskotabyssuna, hleypti af án afláts til að hræða fínu sætu
dúkkurnar. Apinn sveiflaði sér úr einu horninu í annað og greip í
hala úlfaldans, sem varð illur og hreytti út úr sér blótsyrðum.
Asninn blakaði stórum eyrunum, vaggaði höfðinu og byrjaði að
hrína. Dúkkurnar fóru á bak bjarndýrshúnunum, sem stukku með
þær í hringferð um búðina. Úlfaldinn starði á klukkuna og virtist
vera að hugsa um eitthvert stefnumót.
Flugvélarnar og þyrlurnar hringsnerust í loftinu. Skjaldbökurnar
móktu í skel sinni og hvolparnir sugu mæður sínar. Kötturinn stal
eggjum úr körfu svo lítið bar á. Kanínan horfði undrandi á veiði-
517