Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 63
Þegar framtíðin er liðin hjá
hefst er hann skilinn eftir á eyju í Eystrasalti sem ber svip af Gotlandi, og
þar með er sögusviðið afmarkað.
Eyjan er ný fyrir Auðun og lesandinn kynnist henni með honum.
Upplýsingar um aðstæður í þessari framandi veröld síast til lesandans hægt
og hægt eftir því sem Auðun vegur og metur stöðu sína með hliðsjón af
sinni takmörkuðu, ómanneskjulegu og furðulegu reynslu. Kjarnorkuskelf-
ingin hefur valdið ógnarlegri flóðbylgju, sennilega vegna þess að brennandi
hiti hefur brætt heimskautaísinn, en jafnframt valdið uppgufun hans, og þar
með hefur flóðið sjatnað á ný. Osonlag gufuhvolfsins hefur eyðst að hluta
og útfjólubláir geislar miskunnarlausrar sólar svíða og brenna jörðina.
Sandurinn hefur sums staðar breyst í gler, gróður sviðnað svo að eftir standa
brenninetlur og harðgerðustu jurtir. Stórir hlutar eyjunnar líta út eins og
útbrunnar koksauðnir.
I þessari veröld búa tveir andstæðir og þó hliðstæðir hópar manna, hvor
öðrum háður, hópur karlmanna sem gistir fangelsi fyrir afbrotaungiinga og
nunnur sem tóra áfram í rústum klausturs. Fangelsið og Klaustrið verða
hvort tveggja í senn veruleiki og táknrænar ímyndir harðneskjulegrar tilveru
sem dregur fram lífið í miskunnarlausri baráttu og byggir á ósveigjanlegum
lögmálum fyrri aðstæðna. Það er hægt að rækta kartöflur og nýta rusl. Allt
er af skornum skammti nema skotvopn og sprengjur. Siðalögmál er einungis
eitt, að halda lífi og taka líf þess sem stendur í vegi fyrir því lögmáli. Dráp,
þjófnaðir, svik, lygar, nauðganir og ofbeldi hvers konar eru sjálfsagður og
eðlilegur hluti hins daglega lífs. Börn geta ekki lifað, þau eru vanskapaðar
ófreskjur sem deyja á unga aldri. Menn gera sér ljóst að framtíðin er þegar
liðin hjá, þegar þeir deyja er öllu endanlega lokið. Fólkið er hárlaust og
tannlaust og dregur fram lífið á gagnkvæmri grimmd.
Inn í þessa veröld kemur Auðun sem verið hefur til sjós frá bernsku og
lítur á sig sem kynferðislegan og efnalegan þræl hvers þess sem er máttugri
en hann. Hann veit að til þess að halda lífi verður hann að taka hverju því
sem að höndum ber eins og sjálfsögðum hlut, þótt hann sé innst inni fullur
smánar og fyrirlitningar á sjálfum sér og öllum öðrum. Hann verður að lifa í
veröld sem er að deyja. Það er hans þversögn. Þegar lífið getur ekki haldið
áfram og kveikt af sér nýtt líf, missir það virðingu sína. Þess vegna drepa
menn án ástríðu og sorgar. I slíkri tilveru eru mannlegar tilfinningar ekki
einungis útslokknaðar, þær eru blátt áfram lífshættulegar.
Og Auðun verður fyrir þeim skelfilegustu örlögum sem hægt er að hugsa
sér. Hann breytist smám saman í eitthvað sem líkist manneskju í veröld þar
sem manneskjan hefur lokið hlutverki sínu. Hann mætir frumkrafti mann-
legs lífs, kærleikanum, þörfinni fyrir að sameinast annarri manneskju,
nauðsyn hins eilífa lífs, sem er tilgangur alls lífs.
533