Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 87
Er víst að 7. áratugurinn sé liðinn nánari, kannski Katrínu aðeins einu sinni. Þetta kemur á undan; utan við setningar sem verða að nota ég, þú hann, hún, sá, það; eða styðjast við þau. (27) Segja má að bókin gangi útfrá því að líta megi á Frandse og Franke sem einn mann. Þeir þróast að vísu hvor í sína áttina síðustu unglingsárin og ef til vill er að einhverju leyti hægt að skýra það með mismunandi stéttaruppruna en það er einnig hægt að líta þannig á málin að Frandse og Franke séu tvær mögulegar útkomur úr sama dæminu. Bókin ýtir undir þann skilning með svipuðum nöfnum, hliðstæðri þróun, sameiginlegri kreppu þeirra hálffertugra og síðast en ekki síst með því að skýra sjálfsmynd þeirra beggja með minninu um svif og hrap. Þegar líður á unglingsárin leysist FF upp. Þeir flytja báðir frá Amager, eyju bernsku sinnar. Franke heldur áfram í fótbolta, fyrst hjá Knattspyrnu- sambandi Kaupmannahafnar er síðan í atvinnumennsku í útlöndum, og hann giftist þeirri langþráðu Ritu úr húsagarðinum á Amager. Frandse gengur menntaveginn, les fyrst listasögu við Kaupmannahafnarháskóla en með róttækniþróuninni ’68 skiptir hann að sjálfsögðu um og fer að lesa félagsfræði. I háskólanum nær hann í Katrínu, skólastjóradóttur frá Virum, og þau gleyma sér saman við stúdentauppreisn og starf á sósíalísku blaði. Eftir nokkur svífandi sæl ár í heimi sem lagar sig alveg að FF, kemur hrapið. Franke kemur heim frá útlöndum með ólæknandi meiðsli í hné og skítblankur og hefur hvorki hæfileika né möguleika til að byrja nýtt líf. Hrap Frandses á sér hins vegar stað um leið og sjálfstæði Katrínar rennur upp eins og fífill í túni kvennahreyfingarinnar. Hjónaband þeirra versnar jafnt og þétt. Þegar sonurinn Alexander fæðist finnst Frandse hann settur hjá. Katrín verður alltaf fyrri til að túlka þarfir smábarnsins og gagnrýnir Frandse fyrir tilfinningaleysi. Fótboltinn verður líka að ásteytingarsteini. I honum sér Katrín eintóma karlmennsku: Hvað á hún að gera með þessar karlhetjur, sjálfsdýrkunarsýningar þeirra . . . (42) Hrapið verður svipað í pólitíkinni. Samræmið milli persónulegs framlags og söguþróunar, sem Frandse og skoðanabræðrum hans fannst þeir finna, hverfur skyndilega þegar kreppir að í upphafi áttunda áratugarins; átökin á vinstri vængnum harðna og það geisar heiftúðugt stríð um það hver rati einn réttu leiðina að byltingunni. Frandse hefur lengi fundist að tilfinningar hans séu útilokaðar í pólitísku starfi og að lokum lendir hann í átökum við „pólitísku sjálfsalana“ á blaðinu. 557
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.