Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 91
Er víst að 7. áratugurinn sé liðinn Sjálfsmynd karlmannsins I skriftum sínum tengir Frandse drauminn um pólitískt vald við drauma bernskunnar um fullkomið samræmi. Það er hins vegar ekki hægt að snúa aftur nema kannski með því að drepa sig og það tekst honum ekki. Eftir að hafa horfst í augu við dauðann viðurkennir hann bilið á milli þess æskilega og þess sem er og þá verður aftur mögulegt að lifa virku lífi. Persónulega kreppu sína og hrap tengir hann vakningu Katrínar í kvennahreyfingunni. Tvær myndlíkingar eru notaðar til þess að sýna þann klofning eða það bil sem myndast: Taflan og skólaritgerðin: Eg held að Katrín hafi aldrei nokkurn tíma skilið hversu víðtækt það var sem hún þurfti að slást við í hjónabandi okkar, þegar hún, að því er mér virtist, meðhöndlaði mig eins og ég væri tafla, sem hægt væri að þurrka þetta bara allt af og skrifa síðan strax í staðinn nýja og betri áletrun. (60) Hvernig á ég að endurvinna glæsibraginn minn þegar bæði henni og mér finnst alltaf að ég sé eins og léleg skólaritgerð sem þarfnast svo mikilla leiðréttinga að það borgar sig tæpast? (89—90) Kvennahreyfingin reynir að skilgreina bilið milli þess æskilega og þess sem er til þess að geta síðan krafist þess að það verði yfirstigið og Frandse sem finnst gagnrýnin á karlrembuna rétt „í grundvallaratriðum“, reynir að aðlaga sig: Þetta er líka þannig að annar helmingurinn af mér getur ekki verið þekktur fyrir hinn. (185) Gallinn er bara sá að þetta bil er hluti af einstaklingnum, — sálrænn raunveruleiki. Það er hægt að stíga yfir það á táknrænan hátt með táknrænni vinnu en það verður nú þarna samt. Það er kannski ekki svo erfitt að þurrka áletrunina af töflunni hjá Frandse en það er næstum ómögulegt að skrifa nýja í staðinn og án áletrunar er taflan ekkert. Samfélagsaðhæfing Frandses, áletrun töflunnar, byggist á draumnum um yfirráð, hvort sem þau tengjast nú fótbolta eða kvenfólki. Meðan Frandse er að gera sögu þeirra Katrínar upp við sig segir hann: Einmitt þessa svolítið rónalegu ósvífni, sem hún varð ástfangin af hjá mér, getur hún alls ekki þolað lengur og um leið og hún breiðir úr sér fer ég að falla saman. (89) Frandse skrifar til að hreinsa sig og minnir um margt á andhetjuna í amerískum og skandinavískum bókmenntum: Eg er óþolandi og veit það vel og finnst það leiðinlegt og er þess vegna helmingi meira óþolandi. (122) 561
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.