Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 102
Tímarit Máls og menningar
flest er á fallanda fæti, Skörpustu og
mestu andstæðui, líf og dauði, friður og
eyðing, takast víða á og birtast í ýmsu
líki, stóru og smáu. Það sem stendur
lífsmegin í þeim átökum er oftast við-
kvæmt og veikt og má sín lítils gegn
hremmingum fyrirferðarmikilla dauða-
tákna. Svipmót bókarinnar er því þungt
og dökkt. Náttúran leggur til mest efni í
andstæðurnar:
Gróðrarskúrirnar
fara friði um eingin —
en veraldarmyrkrin
næða nístandi svöl
um niðurlægíng og reisn
í mannlegri kvöl,
/.../
(„Vor“, 24)
Hér eigast við skúrir og myrkur. Skúr-
irnar tengjast vori —» fæðingu —» lífi,
gródn—f frjósemi—» lífi og friði —> lífi.
Myrkrin vísa skúrunum fremur til veru-
leikans — veraldarmyrkur. Og þau
standa fyrir kulda —> dauða. A leið sinni
valda þau kvöl.
„Rúnarista" er fyrsta ljóð bókarinnar
og boðar um margt það sem á eftir fer.
Þar hangir lífið líka á bláþræði. Ur nátt-
úrunni eru andstæður þar mestar milli
sólar og hríðar. Hríðin ríkir, sólin horf-
in. Með samsetningunni „orðahríð“ vís-
ast til svipaðs orðs, orrahríðar — stríðs.
Og eyðingin er skammt undan.
Með hríðinni bætist veturinn við
myrkrið sem annað höfuðdauðatákn
bókarinnar. Hann gengur aftur í ýmsum
tilbrigðum, með snjó, frosti og kulda. í
„Heiðinni" (6) talar Ijóðmælandi t.d. um
„okið kalda" og „blekkíngafannir".
Kúgun og blekking eru þar förunautar
dauðans. Blekkingin heyrir líka dauðan-
um til í ,,Reimleikum“(9) þar sem
myrkrið er aftur við völd en birtan
reynir að brjótast í gegn til sannleikans:
Sótugan sálarlampa
set ég á stofuþil
og vona að kvæði mín kveiki
blekkíngu rökkursins burt.
I „Nótt“ (33) togast enn á jákvæð og
neikvæð tákn hamingju og þjáningar —
og taka þátt í sífelldri baráttu andstæðn-
anna, lífs og eyðingar:
Fyrir veðrunum
finn ég þverra mitt afl
/. . ./
Flýi af húsi mínu
bylurinn bitri
svo birtan falli
á hvítan andvökuskafl;
„Bylurinn bitri“ og skaflinn eiga saman
en á móti kemur birtan. Ljóðmælandi
biður að hún nái að bræða snjóinn og
illviðrin lægi. Erfitt er að spá um hvort
óskin muni rætast og um leið létti þeim
þunga sem hvílir á huga ljóðmælanda.
Lesanda er þó gefin sú von að það megi
verða. í „Lífi 1“ (29) birtist líka fagnandi
von og lífstrú — kannski sú glaðbeittasta
í allri bókinni — í lok ljóðsins eru það
lífstáknin sem uppi standa:
/. . ./
sofnum hrygg,
deyjum í ókunnan draum
og rísum upp í regni og sól
endurborin til undra.
Veruleiki
Mörg ljóð Spjótalaga á spegil vitna um að
sú skelfilega ógn og vandi sem steðjar að
manninum eigi sér orsakir í þjóðfélags-
572