Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 35
Góðir lesendur og góðir höfundar
þessum fyrirlestrum. Sannleikurinn er sá að stórkostlegar skáldsögur eru
stórkostlegar ævintýrasögur.
Rúm og tími, litbrigði árstíðanna, hræringar hugans og vöðvanna, allt eru
þetta fyrirbæri sem snilldarhöfundar líta ekki á sem hefðbundnar hug-
myndir sem hægt sé að fá að láni í almenningsbókasafni opinberra sanninda,
heldur sem röð einstæðra undrunarefna sem meistarar listanna hafa lært að
tjá hver á sinn einstaka hátt. Minniháttar listamönnum er látið eftir að sjá
um að gera hið hversdagslega skrautlegt. Þeir hafa ekki fyrir því að finna
upp heiminn að nýju heldur reyna þeir að kreista það besta sem þeir geta út
úr gefinni skipan hlutanna og hefðbundnum skáldsagnamynstrum. Þær
margvíslegu blöndur sem minniháttar rithöfundar geta hrist saman innan
þessara skýrt ákvörðuðu marka geta veitt saklausa skemmtun um stundar-
sakir, vegna þess að það gleður lítilsiglda lesendur að bera kennsl á eigin
hugmyndir íklæddar skemmtilegum dulargervum. En raunverulegur rithöf-
undur, af þeirri gerðinni sem þeytir plánetum um geiminn og mótar mann í
svefni og krukkar svo í ákafa í rif sofandans, þessháttar höfundur gengur
ekki að neinum settum reglum, hann verður að smíða sér þær sjálfur.
Ritlistin er skelfing óþarft fyrirtæki ef hún felur ekki fyrst og fremst í sér þá
list að sjá heiminn sem mögulegt yrkisefni í skáldskap. Efniviður þessa
heims getur verið öldungis áþreifanlegur, en hann á sér alls enga tilvist sem
viðurkennd heild; hann er óskapnaður og við þennan óskapnað segir
höfundurinn „af stað“ og leyfir þessum heimi að bregða á leik. Svo eru
sjálfar frumeindir hans endurskipulagðar, ekki einungis ytri og sýnilegir
hlutar hans. Höfundurinn er fyrstur manna til að kortleggja hann og gefa
náttúrufyrirbærum hans nöfn. Vatnið milli trjánna þarna skal heita Opal-
vatn eða, sem er listrænna, Uppþvottavatn. Þetta mistur er fjall — og það
fjall verður að klífa. Upp veglausa hlíðina klifrar snillingurinn og þegar
komið er upp á tindinn, hvern haldið þið þá hann hitti? Móðan og alsælan
lesandann, og þeir fallast í faðma á staðnum og eru tengdir saman að eilífu,
ef bókin varir að eilífu.
Kvöld eitt var ég staddur í fyrirlestraferð í fjarlægum sveitaskóla og stakk
þá upp á spurningaleik. Eg lagði fram tíu skilgreiningar á lesanda og af
þessum tíu áttu nemendurnir að velja fjórar sem samanlagðar mundu skapa
góðan lesanda. Eg er búinn að týna listanum, en eftir því sem ég man best
var hann á þessa leið: Veljið fjögur svör við spurningunni: Hvað þarf
lesandi að vera til að hann sé góður lesandi?
1. Hann þarf að vera í bókaklúbbi.
2. Hann þarf að samsama sig hetju bókarinnar.
3. Hann þarf að einbeita sér að félags- og efnahagslegu hliðinni.
3 TMM
505