Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 98
Tímarit Máls og menningar
þótt heimurinn gjörist gamall(Islendzk æventýri I, útg. Hugo Gering,
1882: 86).
Eins og Jakob Benediktsson hyggur, þá getur enginn vafi leikið á því, að
hugmyndin í Melabók um hrörnun landsins hlýtur að vera af útlendum
toga; sama máli gegnir um aðrar setningar sem hér hafa verið til umræðu.
En þó er rétt að slá varnagla við. Einhvern tíma seint á 12. öld snaraði
Gunnlaugur Leifsson munkur á Þingeyrum (d. 1218/19) Merlínusspá á sína
tungu. Tvívegis í kvæðinu drepur hann á elli jarðar; orðtökin grund gömul
og hinfoma mold koma vel heim við kenningar lærðra manna fyrr á öldum um
hrörnun veraldar. En nú má vel vera, að hinn málsnjalli munkur hafi sótt
síðarnefnda orðtakið í Hymiskviðu: „Fór hin forna/fold öll saman."
Hymiskviða er talin vera ort á 11. öld, en á þeim tíma tóku útlendar
hugmyndir, þótt í smáu sé, að slæðast inn í íslenskan kveðskap. Ekki verður
með öruggri vissu skorið úr um það, hvort forfeður vorir í heiðni hafi borið
ugg út af háum aldri heims, en þó skal að lokum minna á dróttkvæða vísu
eftir Eyjólf Valgerðarson, þar sem hann talar um gamalt þokuland Gand-
víkur. Ef vísan er rétt feðruð, þá er hún nú um það bil þúsund ára gömul, en
til allrar óhamingju er hún eitthvað brengluð, svo að ekki verður einu sinni
vitað með fullri vissu hvert skáldið er að fara. Þegar fræðimenn skortir
þrætuefni, þá þykir tímanum ekki illa varið, ef deilt er um hvort hið gamla
þokuland Gandvíkur sé Island, Danmörk eða Noregur, þótt ísland sé
óneitanlega yngst.
568