Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 100
Tímarit Máls og menningar
sem kennd er við raunhyggju og
efahyggju. Raunstefnumenn 20. aldar
hafa gjarnan litið á hann sem fyrir-
rennara sinn. Meginhugmynd Humes í
siðfraeði má lýsa sem svo, að siðferði
snúist um tilfinningar fremur en um
skynsemi eða þekkingu. Þetta þýðir, til
dæmis, að Hume vill neita því sem
Sókrates hafði kennt, að illska sé ein
mynd fávísi, einhvers konar skortur á
skynsemi eða þekkingu. Hume heldur
því fram í staðinn að slæmt siðferði sé, ef
svo má segja, ákveðin brenglun í til-
finningalífinu.
Þessu tengist sú skoðun Humes, að
skynsemin ein og óstudd geti aldrei ver-
ið aflvaki athafnar, heldur séum við æv-
inlega knúin til athafna af geðshæringu
eða tilfinningu.
Þessum meginatriðum í kenningu
Humes eru gerð ágæt skil í Siðferði og
mannlegu eðli, þó svo að Páll sé að dómi
þess sem þetta ritar mildari gagnvart
hugmyndum Humes en þær eiga skilið.
Mér virðist nefnilega kenning Humes
um tilfinningarnar og skynsemina að
mörgu leyti afar loðin og óklár og engan
veginn eins áhugaverð og hún sýnist á
yfirborðinu. Hume teygir svo á
tilfinningahugtakinu en þrengir hins
vegar skynsemishugtakið svo mjög, að
staðhæfingin um að skynsemin geti ekki
verið aflvaki athafna reynist næsta ó-
merkileg, jafnvel þótt sönn sé sam-
kvæmt þeim skilningi sem Hume leggur
í hugtökin. Páll getur þess (bls.33) að
gagnrýni Humes á skynsemina sem
aflvaka beinist einkum að hugmyndum
ákveðinna samtímamanna Humes, og
hitti hún þar beint í mark. Þetta má
eflaust til sanns vegar færa. En þessir
samtímamenn Humes eru nú flestum
gleymdir öðrum en sagnfræðingum á
sviði nýaldarheimspeki, og fæ ég ekki
séð að ástæða sé til að halda þessari
gagnrýni Humes á hugmyndir þeirra
sérstaklega á lofti. Það er til dæmis mjög
vafasamt að þessi gagnrýni snerti á
nokkurn hátt hugmyndir forngrískra
heimspekinga, sem flestir virðast hafa
gert ráð fyrir að skynsemin geti stjórnað
gerðum okkar. Og hún á ekki heldur við
í tilviki hversdagslegra staðhæfinga sem
stundum heyrast á borð við þá, að fólk
eigi ekki að láta tilfinningarnar hlaupa
með sig í gönur heldur láta skynsemina
ráða.
Siðferði og mannlegt eðli er á margan
hátt mjög vel skrifuð bók. Höfundi
tekst að gera tyrfin efni auðskilin hverj-
um hugsandi lesanda án þess þó að slaka
á nákvæmniskröfum. Páll er í senn rök-
fastur, agaður og tæpitungulaus í hugs-
un og máli. Málfar og stíll er yfirleitt í
ágætu lagi. Eigi að síður verður það að
játast að bókin olli þeim sem þetta ritar
nokkrum vonbrigðum, enda má gera
miklar kröfur til þess sem Páll S. Ardal
lætur frá sér fara um Hume og um sið-
fræði. I fyrstu var mér ekki fullljóst
hvað óánægju minni olli, því eins og
fram hefur komið hefur bókin marga
góða kosti. Eftir talsverða umhugsun
komst ég að þeirri niðurstöðu, að helsti
galli hennar sé sá að höfundur er of
bundinn við að gera grein fyrir hug-
myndum Humes. Mér er vel ljóst að
þetta kunna að virðast afar ósanngjörn
ummæli: Er ekki yfirlýst markmið höf-
undar einmitt að gera grein fyrir hug-
myndum Humes? Hvers vegna að ásaka
hann fyrir að gera grein fyrir því sem
hann segist vilja gera grein fyrir? Því er
til að svara, að vafasamt er hvort lýsing á
siðfræðihugmyndum Humes eigi brýnt
erindi á íslenskan bókamarkað, og all-
tént held ég að Páli takist ekki að gæða
þessar hugmyndir Humes slíku lífi að
570