Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 107
að vísu en lifum samt. Þessi veru- leikaskilningur segir að víst sé það þrátt fyrir allt til einhvers að yrkja ljóð — en hann skýrir líka hvers vegna sum þeirra eru svona langt inni í sér. Fortíðin og draumurinn Umhugsun um tímann leitar sterkt á í sumum Ijóðum Spjótalaga á spegil og er þó víðar nálæg einhvers staðar að baki. Þetta mátti t.d. bæði sjá í „Háska“ og „Afturhvarfi". „Saknaðarstef um læk“ (21) heyrir þessum ljóðum til: Þessi sýngjandi lækur er fjarskinn: í kvöld raular hann fyrir einskis manns eyra út á flóa og kjökrar á morgun við fornan fjörustein einsog séu þar móðurdyr — sár, einn sjálfur fjarskinn Líta má á lækinn sem tákn tímans og verðandinnar, lífsniðinn, nútíðina sem viðstöðulaust hverfist í foníð og safnast í óendanlegt tímahaf — eins og vatnið. Hér eru líka fjarlægðir í rúmi og renna saman við fjarska tímans — núið er ein- mitt hér og þegar lækurinn hittir fjöru- steininn í bráðlifandi nútíð sinni þá er hann samt að eilífu horfinn þeim ljóðmælanda sem stendur kyrr og horfir í strauminn. Þannig verður allt sárlega liðið strax í andartakinu og lífið dapur- legt. Og ljóðmælandi í „Saknaðarstefi um iæk“ saknar þess sem enn er að líða — jafnvel hins ókomna. — Kannski er Umsagnir um bakur engin nútíð til — það fer eftir skil- greiningu — bara fortíð og framtíð. Það er a.m.k. heimspekilega freistandi hug- mynd í veruleika sem gefur ekki kost á hispurslausri lífsnautn í andránni. Þanka skálda skyldi maður ekki þykj- ast vita allt um og geta ályktað örugglega um af verkum þeirra — því síður hversvegna þau fáist einmitt við eitt öðru fremur. Þannig verður mönnum t.d. að vera frjálst að yrkja heillandi skáldskap um tímann og fortíðina án þess það sé umsvifalaust lagt út sem afturhvarf til fortíðar — ljóð tengd eins og raflagnir. Slík skemmdarverk ætla ég að reyna að vinna ekki á ljóðum Spjóta- laga á spegil. Hitt sækir á að margvís- legur fortíðaráhugi er tímapælingunum í ljóðunum samfara. Og mér sýnist sem sú von sem ekki getur að finna í nútím- anum og aðeins veika í skáldskapnum sé á nokkurn hátt falin í fortíðinni. Þangað kann einmitt að vera hægt að leita, burt úr ósköpum stundarinnar — og e.t.v. sækja nokkuð sem hjálpar við að takast á við veruleikann. Það finnst mér mega lesa úr undurfallega ljóðinu „Liðin tíð“ (34): Liðin tíð er lögð í mosasæng; og lífið gróðursetur á aflángri hrúgu undarleg grös. Hvíti söknuður! Settu þar skafl í vetur. Eins og skaflinn hlífir jörðinni að vetrar- lagi biður ljóðmælandi að minning for- tíðarinnar megi varðveitast í söknuðin- um — svo ekki fölni undarleg lífgrösin á leiði hennar því við þau er von hans bundin. I „Fjær“ (37) er hið eftirsóknarverða líka geymt í fjarlægðinni og þú ljóðsins 577
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.