Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 19
Ó lánsmerkid lífsins, með drenginn við aðra höndina og stafinn í hinni og nú gætti hann þess vandlega að þræða troðningana heim. „Einu sinni, þegar ég var lítill, læddist ég frá bænum án þess að móðir mín vissi.“ Drengurinn kipptist við. „Mig langaði til að skoða hamrana þarna ofan við hesthúsið,“ hélt hann áfram. „Allt í einu skall á þoka. Ég gáði ekki að mér fyrr en hún var orðin svo þykk, að það mátti skera hana með hnífi. Þá ætlaði ég loksins heim, en vissi þá ekki hvaða stefnu ég ætti að taka. Þarna fór ég að hringsóla fram og aftur þangað til ég var orðinn rammvilltur. Annar skórinn minn týndist og hvernig sem ég leitaði fann ég hann hvergi, þá fór ég að orga. Veit ég þá ekki fyrr til en skepna á stærð við skrímsli kemur þjótandi út úr þokunni og ræðst á mig umsvifalaust. Þá hélt ég að dagar mínir væru taldir. En hvað heldurðu? I stað þess að éta mig með húð og hári, sleikir skepnan mig og geltir. Þetta var þá hann Kátur garmurinn búinn að finna mig, eftir að allt fólkið var farið að leita að mér dauðaleit. Eg varð fegnari en frá megi segja að sjá hundinn, en hann sleit sig strax af mér, og stökk aftur út í þokuna. Vonbrigðin urðu mér heldur en ekki sár. Ég skildi ekkert í að dýrið yfirgæfi mig svona og fór að kalla ef ske kynni að einhver væri nálægt, en enginn svaraði. Missti ég þá aftur alla von og varð brátt yfirkominn af hræðslu og skælum. Þá allt í einu er Kátur kominn aftur til mín. Dinglaði hann nú rófunni vinalega og lét öllum illum látum. En hvað skeður þá. Allt í einu sé ég að stærðar ekki sen tröllskessa kemur hlaupandi út úr þokunni og þrífur mig umsvifalaust upp í fangið. Ég vildi með engu móti þýðast skessuna, en hún sinnti því ekki hætis hót. Þá var mér htið framan í hana. Þekkti ég þá að þar var engin önnur komin en hún móðir mín. Hundurinn hafði sótt hana þegar hann fann mig. Feginn var ég þá nafni minn, þegar hún bar mig heim og háttaði mig ofan í bólið.“ Afi lauk sögunni og fann um leið að drengurinn dró höndina til sín. Afi skimaði í kringum sig og sá þá hvar mamma kom hlaupandi upp túnið, heldur en ekki léttfætt. Hann nam staðar og beið komu hennar við hlið drengsins, ef hann skyldi þurfa að veita honum liðsinni. 2 TMM 489
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.