Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 34
Vladimir Nabokov Góðir lesendur og góðir höfundar „Að vera góður lesandi“ eða „Vinsamleg framkoma gagnvart höfundum“ — eitthvað þvíumlíkt mætti nota sem undirtitil á þessar umfjallanir mínar um ýmsa höfunda, því að ætlun mín er að fjalla af ástúð og umhyggju um nokkur snilldarverk evrópskra bókmennta. Fyrir hundrað árum lét Flaubert eftirfarandi orð falla í bréfi til ástkonu sinnar: Comme l’on serait savant si l’on connaissait bien seulement cinq á six livres: „Hvílíkur spekingur gæti maður ekki orðið af því að þekkja aðeins fimm til sex bækur ofan í kjölinn." Við lestur ber að huga að smáatriðum og sýna þeim alúð. Það er enginn skaði að tunglskini alhæfinganna ef það birtist eftir að búið er að tína fram sólskinsbjört smáatriði bókarinnar af kostgæfni. Sé byrjað með tilbúna alhæfingu í huga er verið að byrja á röngum enda og ferðast burt frá bókinni áður en skilningur á henni nær að vakna. Ekkert er leiðinlegra né ósann- gjarnara gagnvart höfundinum en að hefja lestur á, til dæmis, Madame Bovary með þá fyrirframgefnu hugmynd að bókin sé fordæming á borgara- stéttinni. Við ættum ævinlega að hafa hugfast að í sérhverju listaverki er sköpuð ný veröld, og það fyrsta sem okkur ber að gera er að kanna þennan nýja heim eins gaumgæfilega og okkur er unnt, nálgast hann sem eitthvað splunkunýtt sem hefur engin augljós tengsl við þá heima sem við þekkjum fyrir. Þegar búið er að grannskoða þennan nýja heim, þá fyrst skulum við kanna tengsl hans við aðra heima, aðrar greinar þekkingarinnar. Onnur spurning: Getum við átt von á því að afla vitneskju um staði og tímabil úr skáldsögu? Getur nokkur verið sá einfeldningur að halda að hann eða hún geti lært eitthvað um fortíðina af þessum hnausþykku metsölubók- um sem bókaklúbbar pranga inn á fólk undir forskriftinni sögulegar skáldsögur? En hvað um snilldarverkin? Getum við reitt okkur á þá mynd sem Jane Austen dregur upp af landeigendum á Englandi, barónum og skrautgörðum þegar hún kynntist naumast nokkru öðru en setustofu sveitaprests? Og Bleak House, þessi furðusaga af undraborginni London, getum við kallað hana úttekt á London fyrir hundrað árum? Svo sannarlega ekki. Og það sama gildir um aðrar þær skáldsögur sem um er fjallað í 504
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.