Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 86
Tímarit Máls og menningar skilja samhengið í vandræðunum sem ýmist eiga rót sína að rekja til samfélags, pólitíkur, fjölskyldu, verundar, hjónabands, sögu eða íþrótta. Þróun Frandses og Frankes er hliðstæð fram á unglingsárin. Þeir eru báðir fæddir ’45. Þeir teljast til stóru árganganna sem ólust upp á eftirstríðs- árunum þegar hagvöxturinn átti sér engin takmörk: Þegar við komumst á unglingsár hæla kosningaplaköt jafnaðarmanna sér af fullri atvinnu, stöðugu verðlagi, meti í gjaldeyrisbirgðum, meti í framleiðslu, meti í neyslu, meti. (50—51) Þeir eru úr „stóru húsagörðunum“, bæjarblokkunum, við Englandsveg á Amager. Umhverfið skiptir miklu máli á uppvaxtarárum þeirra, sérstaklega fótboltafélag hverfisins, Afram Amager, sem þeir leika báðir með. I leik sínum eru þeir eins og skapaðir hvor fyrir annan og verða bráðlega miðpunkturinn í fyrstu deild unglinga í félaginu. Frandse hefur skipulags- gáfu (eins og Beckenbauer) og þokkaleg boltameðferð hans og yfirsýn gerir það að verkum að hann er einmitt félaginn sem Franke vantar. Franke er snillingur (eins og Mtiller) driblar öllum öðrum betur og verður skapandi í leiknum vegna eðlisávísunar sinnar. I húsagarðinum og félaginu er fljótlega farið að líta á þá eins og þeir séu eitt og þeir eru kallaðir FF. Þeir hugsa og framkvæma eins og einn maður. Auðvitað heitum við bara Frank og Frands en við erum aldrei kallaðir annað en Franke og Frandse og vegna bjórtegundarinnar sem heitir FF höfum við fengið viðurnefnið FF í húsagarðinum og félaginu. „Jæja, er ölið þunnt?“ segir þjálfarinn við okkur þegar illa gengur og hann langar til að vera fyndinn. Við erum hinir hressustu yfir uppnefninu.(31) Þessi reynsla af nánum félagsskap, nánast samruna, skiptir miklu máli í bókinni og hennar verður víða vart: Þegar Franke og Frandse finna almætt- ið á fótboltavellinum, nokkrum sinnum í ástarsambandi Frandses og Katrín- ar, og svo í atvinnumennsku Frankes í fótboltanum. Kjarna hennar og hápunkt getur að líta í markinu sem er skorað á Wembley og sjá má á dönsku kápumyndinni af svífandi fótboltaengli, og hún leynist líka í reynslu Frandses af stúdentauppreisninni þar sem hann og mannkynssagan verða eitt og heimurinn er hreyfanlegur og eftirlátur. Samband Frandses og Frankes, sem einna helst líkist ástarsambandi, kemur best í ljós þegar Frandse skrifar um mark sem þeir skora saman og byggist á getu þeirra til að hugsa og framkvæma eins og einn maður: Þetta er sameiginleg þekking, skilningur líkamanna og augnanna, tilbúinn til að verða að veruleika og það áður en hægt er að tala um tungumálið og sjálfið, sennilega nafnlaus og ósegjanlegur: „Eg“ hef aldrei verið nokkrum manni 556
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.