Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 6
Tímarit Máls og menningar neinn moðreyk. Eg man líka að mér sem nýliða í kennarahópnum var tekinn strangur vari við að taka mark á mæðrum barnanna. Þær væru varhugaverðar, sífellt að reyna að fegra börnin sín og taka í forsvar ómögulega gutta. Þvílíkt og annað eins. Fljótlega komst ég að raun um hið gagnstæða. Auðvitað voru mæðurnar færastar um að finna hvað amaði að þeirra eigin barni og hvað best væri að gera. En því miður voru of margar það bældar og báru það mikla virðingu fyrir óskeikulleik skólans og kennaranna að þær héldu skoðunum sínum ekki nógu eindregið fram. Það vildi mér til happs á þessum hremmingarárum að konum fjölgaði mikið í skólanum mínum, ágætum konum og áhugasömum og við fórum að bera saman bækur okkar. Við gerðum eins og goðin í Völuspá forðum, gengum á rökstóla og „gættumst“ um hvað gera skyldi. Jú, það þarf kerfisbreytingar. Við þurfum nýtt og betra námsefni, það á að hætta að raða í bekki, við skulum draga úr prófafarganinu og við skulum koma á jafnrétti stráka og stelpna. Svo væri gott að koma á fót tilraunaskólum og opnum skólum og einnig þarf að tengja saman skólastarf og atvinnulíf. Svo var heilmikið gert. Við, kennslukonurnar í Kópavogsskóla, gerðum svo sem ekki mikið, en um þetta leyti (um 1970) voru fleiri en við á þessum nótum. Hinn nýi húmanismi sem svo áberandi er í greinum um skólamál í síðasta hefti TMM (4, 1983) var að smeygja sér inn í íslenska skóla. Það voru sett ný grunnskólalög, komið á samræmdu grunnskólaprófi, dregið úr prófum, hætt að raða í bekki, komið upp bókasöfnum í mörgum skólum, stofnuð skólarann- sóknadeild sem samdi heil ósköp af fullunnu námsefni og tilraunanámsefni. Kennarar fóru á námskeið í stórum stíl til að læra að kenna allt þetta nýja o. fl. o. fl. var gert til að bæta skólann. Og margt hefur batnað, sérstaklega í neðri bekkjum grunnskólans. Ég nefndi áðan hinn nýja húmanisma og ég hygg að flestir telji áhrifin frá honum aðalástæðuna fyrir meiri mildi og minni hörku en áður var í grunnskólum. (E. t. v. líka í framhaldsskólum þó að mér finnist fordómar þar og dómharka stundum ganga úr hófi fram). Það er eflaust rétt að mannúðarmenn eins og Jónas Pálsson, rektor Kennaraháskólans, John Holt, Goodman og Illich hafa haft þar mikið að segja en ég tel að enn þyngra vegi tilkoma kvenna í stéttinni. Ég fullyrði hiklaust að með konum í kennarastétt hafi andrúmsloftið breyst til batnaðar. Meira umburðarlyndi ríki gagnvart börnum og unglingum og enn fremur en áður sé reynt að láta nemendum á öllum aldri líða sem best. Ætli hinn nýi húmanismi og femínismi séu ekki eitt og hið sama? Ég er ekki að segja að allir karlkennarar séu ómögulegir, ég er aðeins að benda á að næstum allar konur eru jafnframt mæður og þær skilja börn og unglinga alla jafna betur en feður hversu góðir sem þeir kunna að vera. Það er líka eðlilegt, uppeldi stúlkna er ólíkt uppeldi drengja. Þær æfa sig markvisst í móðurhlutverkinu í dúkku- leikjum og þær æfa sig ekki síður í barnapíustarfinu sem langflestar litlar stúlkur stunda um lengri eða skemmri tíma. Það hljómar því eins og öfugmæli fyrir mér 476
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.