Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 75
Að gefa í bodh<etti vanist því að gera miklar kröfur til hvers þess smáatriðis í sögum Svövu sem kallar á athygli lesanda. Að vísu má segja að brúðinni sé „nauðgað" í ákveðið hlutverk, en mikil umræða sl. ára um nauðganir í hjónaböndum beinir huga lesandans fremur að beinni valdbeitingu; sagan býður hins vegar ekki upp á neinn stuðning við slíkan skilning (þó svo þessar tvennskonar „nauðganir" séu að vísu af sömu rótum sprottnar). Fugl í hendi? Þessi misvísun er raunar léttvæg miðað við gallaða táknbeitingu í síðustu sögu bókarinnar, en hún ber heitið „Taskan og fuglinn". Eins og titillinn gefur til kynna eiga þessir tveir hlutir, eða tákn, að spila saman í sögunni, en þessi samleikur þykir mér alveg mistakast. Gamla rifna taskan konunnar er að vísu bráðsnjallt tákn. Konan er af þeirri gerð sem við þekkjum úr sögum Svövu, óaðfinnanleg í útliti, fáguð og fín, örugg í ytri framkomu en inni fyrir ófullnægð, firrt lífrænum sam- skiptum, dauð í vissum skilningi. Segja má að í töskugarminum búi sá ræfill af fölskvalausu lífi og sjálfi sem konan á enn til. Þegar taskan glatast veit konan ekki hvort hún getur látið lýsa eftir svona garmi; „Heimurinn sá hana eins og hann átti að sjá hana“ (102), en mundi hann gera það eftir að hafa virt fyrir sér þessa eftirlætiseign hennar? Lýsi hún ekki eftir töskunni veit lesandi líklega hvað það þýðir. Það sem veldur því að konan afneitar ekki töskunni er fuglsungi sem hún sér detta úr hreiðri, svo að hún hleypur til og höndlar hann. Hann reynist vera fleygur og fegin horfir hún á hann flögra burt. En um leið missir sagan algjörlega flugið. Fuglsungi að kveðja hreiður er margnotað og þvælt tákn fyrir nýtt og sjálfstætt líf, og er undarlegt að jafn meðvitaður höfundur og Svava skuli beita því. Sjálf hefur hún í „Reynslu og raunveruleika" varað kvenhöfunda við því að fara margtroðna götu skáld- skaparhefðar (bls.224). Ég skil vel að sumir fagni í þessari sögu vissum innileika og hlýju sem þeir fundu kannski ekki fyrr hjá Svövu, og þyki sagan enda fallega. En ég minni á orð Helgu Kress í Det kalles kjxrlighet, þar sem hún bendir á að útópían, lífsvonin, í verkum Svövu felist ekki í því hvernig sögurnar enda; hún felst miklu fremur í þeirri sundurgreinandi frásagnaraðferð sem afhjúpar félags- lega stöðu konunnar.15 Utópían felst jafnframt í því sem textinn óbeint vísar til en segir ekki. Eins og flestir nútímahöfundar, og sérdeilis módernistar, forðast Svava að boða nokkra útópíu, en hún leggur lesandanum samt lið við að skynja það sem <etti að vera. 545
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.