Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 54
Tímarit Máls og menningar Hossein ætti bara eina ömmu, sem væri líka betlari. En hann talaði aldrei um það. Þegar við höfðum gengið í margar klukkustundir, komum við þangað sem Ghassem stundaði iðju sína. Hann var þar ekki. Hann var heldur ekki á Hadj Abdol Mahmoud-götu. Faðir Ghassem sagði okkur, að sonur hans hefði farið með móður sína á sjúkrahús. Henni var alltaf illt, annað hvort í fótunum eða maganum. Við sátum á gangstéttinni á Naderi-breiðgötunni, Ahmad-Hoss- ein, sonur Zivar og ég, og við veltum fyrir okkur verðinu á úlfaldan- um. Það var komið fram undir hádegi. Við ákváðum loks að afla okkur upplýsinga hjá kaupmanninum. Hann hélt að við værum betlarar og hrópaði áður en við komumst inn: „Veriði úti, ég á enga peninga.“ „Við viljum ekki peninga," sagði ég við hann. „Hvað kostar úlfaldinn?“ Eg benti út. „Ulfaldinn?“ sagði hann steinhissa. Ahmad-Hossein og sonur Zivar sem voru fyrir aftan mig, bættu þá við: „Einmitt. Hvað kostar hann?“ „Verið úti, þessi úlfaldi er ekki til sölu.“ Ulfaldinn stóð fyrir utan og lét ekki haggast. Við álitum, að hann gæti borið okkur alla án nokkurrar fyrirhafnar. Hönd Ahmad- Hossein náði rétt upp á kvið úlfaldans. Sonur Zivar ætlaði líka að reyna, en kaupmaðurinn var þá kominn út og þreif í eyrað á honum og öskraði: „Asni, sérðu ekki, að það stendur þarna að það sé bannað að snerta?“ Hann sýndi okkur pappírsmiða, sem hafði verið nælt í bringu úlfaldans. Reyndar var eitthvað skrifað á hann, en við skildum það ekki. Son Zivar var tekið að syfja og stuttu síðar fann hann rólegan stað undir brú og sofnaði. Við Ahmad-Hossein ákváðum að fara í lystigarð borgarinnar. Við höfðum svitnað mikið í kæfandi hitanum. Hvorugur okkar sagði orð. A þessari stundu hefði ég viljað vera hjá mömmu. Eg saknaði hennar hræðilega mikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.