Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 45
Sólarhringur í draumi og vöku
kastaði aftur og fékk tvo, rétti teningana til Mahmoud, sem fékk fjóra
og vann tvo ríala af Ghassem. Hann neri saman höndunum af ánægju
og sagði: „Blessuð sé minning föður míns, heppnin er með mér.“
Við lékum tveir og tveir saman. Tveir velklæddir ungir menn
gengu hjá og Ahmad-Hossein hljóp til þeirra og bað þá um einn ríala.
Annar mannanna hrinti honum frá sér, en Ahmad-Hossein lét ekki
segjast: „Bara einn ríala, í guðs nafni, einn ríala. Ykkur munar ekkert
um það.“
Kauði þreif þá í hálsmálið á Ahmad og henti honum á handriðið
meðfram götunni. Þar hékk hann með hausinn dinglandi fyrir ofan
gangstéttina. Hann spriklaði í lausu lofti, þar til fætur hans námu við
jörð á skurðbakkanum.0
Tvær ungar stúlkur og ungur maður áttu leið hjá, okkur á vinstri
hönd. Stúlkurnar voru í stuttum litríkum kjólum og gekk ungi
maðurinn á milli þeirra. Ahmad-Hossein hentist af stað á nýjan leik
og grátbændi þau: „I guðs nafni frú, gefðu mér einn ríala. Það er ekki
svo mikið.“ Unga stúlkan virti hann ekki viðlits. En þegar Ahmad-
Hossein grátbændi hana aftur, tók hún pening upp úr tösku sinni og
laumaði í lófa hans. Ahmad-Hossein kom hróðugur til baka og
sagði: „Eg ætla líka að vera með.“ Sonur Zivar sagði við hann: „Jæja,
og með hvaða peningum?" Ahmad-Hossein opnaði lófann og þar var
þá tveggja ríala peningur. Ghassem sagði: „Þú hefur betlað aftur,“ og
ætlaði að lemja hann. En Mahmoud tók í hönd Ghassem og hélt aftur
af honum.
Ahmad-Hossein sagði ekkert og settist. Eg stóð upp: „Eg leik ekki
teningaspil með betlurum." Eg átti ekki eftir nema einn ríala. Mah-
moud, sem hafði verið óheppinn, sagði: „Eg er búinn að fá nóg af
teningaspilinu, förum heldur í hark.“
Ghassem sagði við mig: „Alltaf þarftu að spilla fyrir með þessu
röfli þínu, Latíf,“ og síðan sagði hann við hina: „Hver ætlar að halda
áfram?"
Sá eineygði svaraði honum: „Þú getur gert það aleinn, við ætlum í
hark.“
Sonur Zivar gekk til Ghassem og sagði við hann: „Það er ekki til
1) Meðfram öllum helstu götum í írönskum borgum eru nokkurs konar skurðir, þar
sem vatn rennur mikinn hluta ársins (þýð.).
515