Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Blaðsíða 45
Sólarhringur í draumi og vöku kastaði aftur og fékk tvo, rétti teningana til Mahmoud, sem fékk fjóra og vann tvo ríala af Ghassem. Hann neri saman höndunum af ánægju og sagði: „Blessuð sé minning föður míns, heppnin er með mér.“ Við lékum tveir og tveir saman. Tveir velklæddir ungir menn gengu hjá og Ahmad-Hossein hljóp til þeirra og bað þá um einn ríala. Annar mannanna hrinti honum frá sér, en Ahmad-Hossein lét ekki segjast: „Bara einn ríala, í guðs nafni, einn ríala. Ykkur munar ekkert um það.“ Kauði þreif þá í hálsmálið á Ahmad og henti honum á handriðið meðfram götunni. Þar hékk hann með hausinn dinglandi fyrir ofan gangstéttina. Hann spriklaði í lausu lofti, þar til fætur hans námu við jörð á skurðbakkanum.0 Tvær ungar stúlkur og ungur maður áttu leið hjá, okkur á vinstri hönd. Stúlkurnar voru í stuttum litríkum kjólum og gekk ungi maðurinn á milli þeirra. Ahmad-Hossein hentist af stað á nýjan leik og grátbændi þau: „I guðs nafni frú, gefðu mér einn ríala. Það er ekki svo mikið.“ Unga stúlkan virti hann ekki viðlits. En þegar Ahmad- Hossein grátbændi hana aftur, tók hún pening upp úr tösku sinni og laumaði í lófa hans. Ahmad-Hossein kom hróðugur til baka og sagði: „Eg ætla líka að vera með.“ Sonur Zivar sagði við hann: „Jæja, og með hvaða peningum?" Ahmad-Hossein opnaði lófann og þar var þá tveggja ríala peningur. Ghassem sagði: „Þú hefur betlað aftur,“ og ætlaði að lemja hann. En Mahmoud tók í hönd Ghassem og hélt aftur af honum. Ahmad-Hossein sagði ekkert og settist. Eg stóð upp: „Eg leik ekki teningaspil með betlurum." Eg átti ekki eftir nema einn ríala. Mah- moud, sem hafði verið óheppinn, sagði: „Eg er búinn að fá nóg af teningaspilinu, förum heldur í hark.“ Ghassem sagði við mig: „Alltaf þarftu að spilla fyrir með þessu röfli þínu, Latíf,“ og síðan sagði hann við hina: „Hver ætlar að halda áfram?" Sá eineygði svaraði honum: „Þú getur gert það aleinn, við ætlum í hark.“ Sonur Zivar gekk til Ghassem og sagði við hann: „Það er ekki til 1) Meðfram öllum helstu götum í írönskum borgum eru nokkurs konar skurðir, þar sem vatn rennur mikinn hluta ársins (þýð.). 515
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.